Byggingarnefnd um byggingu íþróttahúss á Suðureyri
13. fundur
Árið 2005 mánudaginn 5. september kl. 16:00 kom byggingarnefnd um byggingu íþróttahúss á Suðureyri saman á tæknideild Ísafjarðarbæjar. Mættir voru: Bryndís Ásta Birgisdóttir, formaður, Svanlaug Guðnadóttir, Snorri Sturluson og Jóhann Birkir Helgason, bæjartæknifræðingur sem ritaði fundargerð.
Þetta var gert:
1. Farið yfir stöðu mála, ljóst er að verkið hefur dregist mjög mikið.
Byggingarnefndin hefur setið verkfundi eftirlits frá og með 30. maí sl. Á þeim fundi
(21. verkfundur eftirlits) var rætt um áfangaskipingu á verkinu því ljóst var að
ekki var hægt að setja parket á gólfið fyrr en í lok september. Ástæða þess er
að rakastig gólfplötu þarf að vera komið undir 5 %. Þá var samþykkt að þeim
áfanga yrði lokið fyrir 1. október. Á verkfundi eftirlits þann 5. júlí 2005 var
samþykkt að verklok íþróttahússins yrðu 26. júlí 2005 án gólfefna.og
staðfestir byggingarnefndin það hér með. Nefndin bendir á grein 24.5.1 í ÍST 30
þar segir:
,,Tafabætur skulu áætlaðar miðað við hugsanlegt tjón sem verkkaupi verður
fyrir ef verktaki skilar ekki verki sínu á réttum tíma. Tafabætur reiknast fyrir
hvern almanaksdag sem dregst að afhenda umsamið verk. Ef ákvæði eru í verksamningi
um tafabætur þarf verkkaupi ekki að sanna tjón sitt."
Ljóst er töfin hefur valdið Ísafjarðarbæ talsverðu tjóni, t.d. hafa verkfundir orðið mun fleiri en gert var ráð fyrir með tilheyrandi kostnaði.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17:10
Bryndís Ásta Birgisdóttir, formaður.
Svanlaug Guðnadóttir. Snorri Sturluson.
Jóhann Birkir Helgason, bæjartæknifræðingur.