Flřtilei­ir

Fri­land Hornstranda

Friðlandið á Hornströndum var stofnað árið 1975 og nær yfir nyrsta hluta Vestfjarðakjálkans. Auk hinna eiginlegu Hornstranda nær friðlandið yfir Aðalvík og nágrenni, norðurhluta Jökulfjarða að botni Hrafn-fjarðar og suður að Skorarheiði og botni Furufjarðar.

 
Á Hornströndum er að finna stórbrotna og einstaka náttúrufegurð.

Há og snarbrött blágrýtisfjöll og fuglabjörg einkenna landslagið, sundurskorin af fjörðum, víkum og dölum.

Fuglar, selir og refir eiga þarna friðland.
 

Áður fyrr var allnokkur byggð á Hornströndum og víða í fjarðarbotnum og dölum er að finna minjar um atvinnu- og byggðasögu svæðisins.

 

Hornstrandafriðland hefur löngum verið paradís göngumanna og til er nákvæmt göngukort af svæðinu. Auk þess hafa verið settar reglur um umferð í friðlandinu sem sjálfsagt er að kynna sér.

Vi­bur­adagatal
« Desember »
S M Ů M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Vefumsjˇn