Flřtilei­ir

Langar ■ig a­ gerast dagforeldri

Skilyrði fyrir leyfisveitingu sem dagforeldri 

 • Umsækjandi skal vera orðinn 20 ára. Allar umsóknir um leyfi til daggæslu í heimahúsi eru lagðar fyrir félagsmálanefnd.
 • Skila þarf inn umsögn síðasta vinnuveitanda eða annarra ábyrgra aðila.
 • Læknisvottorði þarf að skila inn fyrir umsækjanda og fjölskyldu hans.
 • Umsækjandi skal skila inn sakavottorði fyrir sig og heimilisfólk eldra en 18 ára.
 • Virða skal lög um tóbaksvarnir og eru því reykingar óheimilar meðan á dvöl barna stendur.

     Leita skal samþykkis nágranna í fjöleignahúsum.

 • Skriflegt leyfi leigusala liggi fyrir ef um leiguhúsnæði er að ræða.

     Lámarks leikrými fyrir hvert barn innanhúss skal a.m.k. vera 3,5 fm og aðstaða til útivistar fullnægjandi og hættulaus.

 

Fyrsta árið er veitt leyfi fyrir fjórum börnum samtímis að meðtöldum þeim börnum sem fyrir eru á heimilinu yngri en sex ára. Að jafnaði skulu ekki vera fleiri en tvö börn undir eins árs aldri. Að liðinni eins árs reynslu í starfi er gert endurmat á störfum dagforeldris er heimilt að veita leyfi til að bæta einu barni við þau fjögur börn sem þegar hefur verið fengið leyfi fyrir. Hið endurnýjaða leyfi skal gilda til 3ja ára.

 

Hafa skal í huga að ákvörðun um dvöl  barns hjá dagforeldri er ætíð á ábyrgð foreldra 
Við upphaf dvalar er mælt með að foreldrar kynni sér vel þá þjónustu sem  í boði er hjá dagforeldrum og skoði vel allar aðstæður á heimilinu sem nýttar eru til starfsins, s.s. leikaðstöðu bæði inni og úti, hvíldaraðstöðu, leikfangakost, dagskipulag og mataræði. Nauðsynlegt er að barnið fái góðan tíma til aðlögunar. Góð aðlögun stuðlar að góðri líðan barnsins í daggæslu.  
Foreldrar skulu dvelja með barni sínu hjá dagforeldri meðan á aðlögun stendur í samráði við það. Ráðlegt er að barnið komi í stuttan tíma í byrjun og tíminn lengdur eftir aðstæðum og því hvernig barninu líður í aðlöguninni.

 

Hlutverk og skyldur foreldra 
Gott samstarf á milli foreldra  og dagforeldris  er  grunnur að vellíðan barns hjá dagforeldri. Við upphaf dvalar skulu foreldrar gefa dagforeldri allar nauðsynlegar upplýsingar um barnið.     
Ekki skal koma með barn í gæslu ef það er með hita eða greinileg einkenni vanlíðunar vegna veikinda. 
Tilkynna skal forföll eða breyttan komutíma barns eins fljótt og hægt er. Foreldri ber að virða umsaminn gæslutíma og koma með og sækja barn sitt innan þess tíma. Komi barn ekki á umsömdum tíma ber dagforeldri ekki skylda til að vera viðstatt þegar mætt er. 
Dagforeldri skal látið vita ef breyting verður á hver sækir barnið.

 

Hlutverk og skyldur dagforeldra 
Dagforeldri skal í upphafi dvalar kynna vel fyrir foreldrum allar heimilisaðstæður og dagskipulagið sem það vinnur eftir. 
Dagforeldri ber ábyrgð á andlegri og líkamlegri velferð  barns þann tíma sem það dvelur hjá því. 
Góð samvinna og gagnkvæmt traust þarf að ríkja í samskiptum dagforeldris og foreldris og mikilvægt að foreldri fái daglega upplýsingar um líðan barns hjá dagforeldri. 


Dagforeldri skal sjá til þess að barnið njóti bæði frjálsra og skipulagðra leikja daglega, inni eða úti með fjölbreyttum leikfangakosti. 


Barnið fái notið hollrar og fjölbreyttrar fæðu þann tíma sem það dvelur hjá dagforeldri. 
Daggæsluleyfi, dagskipulag, matseðill og gjaldskrá skulu vera aðgengileg foreldrum. 
Allar persónulegar upplýsingar sem dagforeldri fær um barn og foreldra þess skal fara með sem trúnaðarmál. 
Verði dagforeldri þess áskynja að barn sé vanrækt á einhvern hátt, ber því að tilkynna slíkt til barnaverndarnefndar, sbr. Barnaverndarlög nr. 80/2002. Getur dagforeldri haft samráð við skóla- og tómstundasvið um slík mál.
Dagforeldri skal sjá um að leikskóla- og sérkennslufulltrúi fái jafnóðum upplýsingar um þau börn sem hefja eða ljúka gæsludvöl hjá því.

 

Niðurgreiðslur 
Gjaldskrá dagforeldra er alfarið í höndum þeirra. Foreldrar barna sem eiga lögheimili í Ísafjarðarbæ og nýta sér daggæslu í heimahúsi fá niðurgreitt gjald með börnum sínum samkvæmt ákvörðun bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar hverju sinni. Sækja skal um niðurgreiðslur á skrifstofu skóla- og tómstundasviðs Ísafjarðarbæjar. 

 

Niðurgreiðslur eru háðar eftirfarandi skilyrðum: 

 • Að dagforeldri hafi tilskilin leyfi félagsmálanefndar til daggæslu á heimili sínu.
 • Að barnið sé á aldrinum 6 mánaða til 6 ára.
 • Að foreldri/foreldrar/forráðamenn eigi lögheimili í Ísafjarðarbæ
 • Kvittun frá viðkomandi dagmóður þarf að berast eigi síðar en 15. hvers mánaðar. Þó er heimilt að greiða tvo mánuði aftur í tímann frá fyrstu umsókn.
 • Ef foreldri er einstætt, eða í námi þurfa eftirtalin vottorð að fylgja með umsókn:
 • Íbúavottorð/hjúskaparvottorð/ vottorð um greiðslu meðlags.
 • Vottorð skóla um fullt nám foreldra  

Skrifstofa skóla- og tómstundasviðs  áskilur sér rétt til að fylgjast með framvindu og ástundun náms.

Niðurgreiðslur eru einungis 11 mánuði á ári.

Vefumsjˇn