Amazing Westfjords - Verkefnastjóri

Amazing Westfjords auglýsir eftir öflugum verkefnastjóra. Leitað er að kraftmiklum og árangursdrifnum einstaklingi sem er tilbúinn til að takast á við spennandi og krefjandi verkefni sem framundan eru hjá fyrirtækinu. Æskilegast er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Um er að ræða 25% hlutastarf fram í apríl 2018, en þá verður starfinu breytt í fullt starf. Umsóknarfrestur er til og með 5. desember 2017.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Sala, tilboðsgerð, úrvinnsla og framkvæmd ferða báts í náttúrulífs siglingum fyrir ferðamenn, ráðstefnur og aðra viðburði, auk ferða fyrir farþega af skemmtiferðaskipum
  • Samskipti við innlenda samstarfsaðila og erlenda viðskiptavini
  • Sölu og markaðsmál
  • Umsjón með heimasíðu og facebooksíðu fyrirtækisins
  • Þátttaka í vöruþróun og hugmyndavinnu um nýjungar í ferðaþjónustu
  • Aðstoð við önnur verkefni á álagstímum

Hæfnikröfur

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi eða reynsla af starfi í ferðaþjónustu
  • Þekking á Íslandi og framboði ferðaþjónustu æskileg
  • Geta til að vinna sjálfstætt og í teymi
  • Samskiptahæfni og þjónustulund
  • Skipulagshæfni
  • Geta til að vinna undir álagi
  • Góð almenn tölvukunnátta, þekking á excel er kostur
  • Mjög góð íslensku- og enskukunnátta í ræðu og riti, önnur tungumálakunnátta er kostur

Umsóknir skulu sendar á netfangið baldur@snerpa.is. Umsóknum þarf að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni í starfið. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Farið verður með allar upplýsingar sem trúnaðarmál.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Ragnar Ágúst Kristinsson í síma: 892-0660 eða í gegnum tölvupóst á rak@vivaldi.net. Nánari upplýsingar um fyrirtækið má nálgast á www.amazing-westfjords.is eða á facebook.

AMAZING WESTFJORDS

Amazing Westfjords er íslenskt ferðaþjónustufyrirtæki með starfsstöð á Ísafirði. Fyrirtækið býður upp á siglingar um Ísafjarðardjúp þar sem viðskiptavinum gefst færi á að njóta einstaks útsýnis og skoða fjölbreytt dýralíf í sínu náttúrulega umhverfi.

Markmið Amazing Westfjords er að virkja eldmóð og keppnisanda hjá hæfu, traustu og áhugasömu starfsfólki. Starfsfólk Amazing Westfjords sýnir frumkvæði, þjónustulund og tekur virkan þátt í því að efla þjónustu og heildarhag fyrirtækisins með því að skara fram úr en styðja jafnframt hvert við annað og vinna saman.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?