Skipulags- og mannvirkjanefnd

453. fundur 30. mars 2016 kl. 08:00 - 09:25 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Sigurður Jón Hreinsson formaður
  • Lína Björg Tryggvadóttir aðalmaður
  • Ásgerður Þorleifsdóttir aðalmaður
  • Jón Kristinn Helgason varamaður
Starfsmenn
  • Brynjar Þór Jónasson sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs
Fundargerð ritaði: Brynjar þór Jónasson sviðsstjóri umhvrefis- og eignasviðs
Dagskrá

1.Smárateigur 4 - umsókn um byggingarleyfi - 2015110064

Hlöðver Pálsson sækir um leyfi til að breyta notkun á sumarhúsi í garðplöntustöð og byggja 75 fm gróðurskála við núverandi hús, skv. uppdráttum frá Tækniþjónustu Vestfjarða dags. 20.11. 2015. Húsið er á snjóflóðahættusvæði í flokki C. Ekkert deiliskipulag er í gildi fyrir svæðið. Byggingarfulltrúi vísar umsókn til afgreiðslu skipulags- og mannvirkjanefndar sem samþykkti að grenndarkynna umsóknina. Umsóknin var grenndarkynnt og bárust tvær athugasemdir.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja umsókn vegna Smárateigs 4 og leyfa breytta notkun úr sumarhúsi í garðplöntustöð. Nefndin felur skipulags- og byggingarfulltrúa að svara framkomnum athugasemdum úr grenndarkynningu.

2.Hlíðarvegur 6- umsókn um byggingarleyfi - 2016020084

Elfar Reynisson sækir um leyfi til þess að byggja verönd á suð- austurhlið Hlíðarvegar 6. Einnig að setja opnanlegt fag á svefnherbergisglugga og breyta stofuglugga í glugga með svalahurð.
Ekkert deiliskipulag er í gildi fyrir svæðið og vísar byggingarfulltrúi umsókninni til skipulags- og mannvirkjanefndar.
Skipulags- og mannvirkjanefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að grenndarkynna byggingaráformin fyrir eigendum fasteignanna Hlíðarvegi 4 og 8 og Túngötu 3 og 5.

3.Sæborg í Aðalvík - stofnun þriggja lóða - 2016010020

Eigendur Sæborgar í Aðalvík sækja um leyfi til að stofna þrjár nýjar lóðir skv. uppdráttum frá teiknistofunni Eik, dags. 17.12.2015.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að lóðir 1, 2 og 3 verði stofnaðar samkvæmt uppdrætti. Nefndin bendir á að til að reisa nýtt hús á landi Sæborgar, Sæbóls og Garða þurfi að liggja fyrir samþykki allra eigenda jarðanna.

4.Kirkjuból í Bjarnadal - Umsókn um framkvæmdaleyfi - 2016030068

Guðmundur V. Magnússon sækir um leyfi fyrir heimarafstöð í landi Kirkjubóls, allt að 15kW af uppsettu afli.
Skipulags- og mannvirkjanefnd leggur til við bæjarstjórn að gefið verði út framkvæmdaleyfi fyrir 15kW heimarafstöð í landi Kirkjubóls í Bjarnadal enda sé það í samræmi við ákvæði Aðalskipulags um heimarafstöðvar.

5.Afgreiðslufundir byggingarfulltrúa - 11 - 1603016F

Fundargerð 11. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa sem haldinn var 16. mars sl., fundargerðin er í 2. liðum.


Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:25.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?