Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1066. fundur 01. júlí 2019 kl. 08:05 - 09:39 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Kristján Þór Kristjánsson
  • Sif Huld Albertsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
  • Guðmundur Gunnarsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá
Formaður og varaformaður bæjarráðs eru fjarverandi. Fundarmenn kusu Kristján Þór Kristjánsson, forseta bæjarstjórnar, sem fundarstjóra fundarins. Nanný Arna Guðmundsdóttir situr fundinn sem áheyrnarfulltrúi.

1.Aflamark Byggðastofnunar á Flateyri - 2018050083

Tekið til umræðu að nýju.
Bæjarráð bókar í trúnaðarmálabók bæjarráðs.

2.Sindragata 4a, verðmat - 2016100023

Kynnt er yfirlit yfir verðmat íbúða í Sindragötu 4a, ódagsett. Jafnframt lagt fram minnisblað Brynjars Þórs Jónassonar, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs, dagsett 27. apríl sl., með kostnaðaráætlun.
Minnisblað kynnt bæjarráði.

3.Sindragata 4a, sala fasteigna - 2019030022

Lagt er fram minnisblað Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur, bæjarritara, dags. 28. júní sl., þar sem lagt er til að bæjarráð, í sumarleyfum bæjarstjórnar, samþykki framkomið tilboð í íbúð nr. 0204 í Sindragötu 4a, Ísafirði, sem var samþykkt af bæjarstjóra með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar, 28. júní sl.
Bæjarráð samþykkir tilboð í íbúð nr. 0204 í Sindragötu 4a, Ísafirði, sem handhafi heimilda bæjarstjórnar.

4.Framtíðarhúsnæði fyrir skjalasafnið - 2014050036

Lagður er fram til kynningar dómur Héraðsdóms Vestfjarða frá 27. júní sl., í máli Hrafrystihússins Norðurtanga ehf. gegn Ísafjarðarbæ.
Lagt fram til kynningar.

5.Sundlaug Flateyrar tjón á þakvirki - 2019060070

Lagt fram til kynningar minnisblað sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar, Brynjars Þórs Jónassonar, dagsett 28. júní 2019, þar sem kynnt er staðan á tjóni vegna leka inná þakvirki sundlaugarinnar á Flateyri.
Lagt fram til kynningar.

6.Ofanflóðavarnir neðan Gleiðarhjalla - Vatnssöfnun í görðum á Urðarvegi og Hjallavegi. - 2016050074

Lagt er fram erindi Halldórs Sveinbjörnssonar, dags. 25. júní sl., þar sem óskað er eftir áheyrn bæjarráðsfundar. Enn fremur er lagt fram til kynningar bréf Hafsteins Pálssonar og Sigríðar Auðar Arnardóttur, f.h. Ofanflóðasjóðs, dags. 28. júní sl., ásamt minnisblaða frá Eflu verkfræðistofu, dags. 7. júní sl., með athugun á því hvort vatnssöfnun neðan ofanflóðavarna undir Gleiðarhjalla sé af völdum framkvæmda við ofanflóðavarnirnar sem og samantekt vegna aðgerða dagsett sama dag varðandi athugunina.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna eftir aðgerðaráætlun sem Efla leggur til eftir mat sitt á áhrifum framkvæmda við ofanflóðavarnir við Gleiðarhjalla og Kubba.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara.
Brynjar Þór yfirgefur fundinn kl. 08:45.

Gestir

  • Brynjar Þór Jónasson, sviðstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 08:34

7.Beiðni um niðurfellingu aðgangseyris í sund fyrir fylgdarmann - 2019060044

Lagt fram bréf frá Þóru Marý Arnórsdóttur, deildarstjóra í málefnum fatlaðra, dagsett 17. maí 2019, þar sem óskað er eftir því að fylgdarmenn einstaklinga með fötlun fái frítt í sund þegar þeir fylgja skjólstæðingum sínum.
Íþrótta- og tómstundanefnd tók erindið fyrir á 197. fundi sínum 19. júní sl., og lagði til við bæjarráð að samþykkt verði að starfsmenn sem fylgja einstaklingum með fötlun fái frítt í sund það sem eftir er ársins 2019.
Bæjarráð samþykkir tillögu íþrótta- og tómstundanefndar um að stafsmenn sem fylgi einstaklingum með fötlun fái frítt í sund það sem eftir er ársins 2019. Bæjarráð felur bæjarstjóra að finna leið til að koma ákvörðuninni í framkvæmd.
Bæjarráð felur íþrótta- og tómstundanefnd að vinna gjaldskrár með tilliti til þessa vegna árið 2020.
Fylgiskjöl:

8.Íslandsmót í Boccia 2019 - styrkbeiðni - 2019060055

Lagt fram bréf Viktoríu Kr. Guðbjartsdóttur f.h. Íþróttafélagsins Ívars, ódagsett en móttekið með tölvupósti 20. júní sl., þar sem óskað er eftir stuðningi vegna Íslandsmóts í Boccia, sem haldið verður á Ísafirði 4.-7. október nk. Óskað er eftir afnotum af búnaði Ísafjarðarbæjar vegna lokahófs, auk aðgangi að sundlaugum sveitarfélagsins fyrir keppendur og fylgdarlið, án endurgjalds, á meðan á mótinu stendur.
Bæjarráð samþykkir beiðni um stuðning vegna Íslandsmóts í Boccia og felur bæjarstjóra að útfæra aðkomu Ísafjarðarbæjar.

9.Afsláttur af gjaldskrá vatnsveitu Ísafjarðarbæjar, Kampi. - 2019060071

Kynntur samningur milli Vatnsveitu Ísafjarðarbæjar og Kampa ehf., dagsettur 28. júní 2019, um áframhaldandi afslátt á rúmmetragjaldi af vatnskaupum umfram 150.000m3 í samræmi við 4. gr. gjaldskrá Vatnsveitu Ísafjarðarbæjar, samþykktri í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar 6. desember 2018.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram að málinu og taka aftur fyrir bæjarráð.

10.Umsókn um endurnýjun á lóðarleigusamningi, Strandgata 3 - 2019060049

Tillaga 522. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar frá 26. júní sl., um að heimila endurnýjun lóðaleigusamnings vegna fasteignar að Strandgötu 3, Hnífsdal.
Bæjarráð samþykkir endurnýjun lóðaleigusamnings sem handhafi heimilda bæjarstjórnar.
Fylgiskjöl:

11.Túngata 3 - Umsókn um endurnýjun lóðaleigusamnings - 2019060047

Tillaga 522. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar frá 26. júní sl., um að heimila endurnýjun lóðarleigusamnings vegna fasteignar að Túngötu 3, Ísafirði.
Bæjarráð samþykkir endurnýjun lóðaleigusamnings sem handhafi heimilda bæjarstjórnar.

12.Höfði við Kirkjubólshlíðar - Staðfesting lóðarmarka. - 2016100017

Tillaga 522. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar frá 26. júní sl., um að samþykkja lóðamörk Höfða skv. meðfylgjandi uppdrætti frá loftmyndum dags. 19.05.2016 og afsali dags. 14.10.1982
Bæjarráð samþykkir lóðamörk Höfða skv. meðfylgjandi uppdrætti sem handhafi heimilda bæjarstjórnar.

13.Umsókn um stofnun lóðar í fasteignaskrá - Landnámsskáli - 2019060053

Tillaga 522. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar frá 12. júní 2019 um að heimila stofnun lóðar sbr., undirritað samkomulag landeigenda við Fornminjafélag Súgandafjarðar, enda liggi fyrir undirritað samþykki landeigenda eða umboðsmanna.
Bæjarráð samþykkir að heimila stofnun lóðar með fyrirvara um samþykki landeigenda og/eða umboðsmanna, sem handhafi heimilda bæjarstjórnar.

14.Tilkynning um framkvæmd í C flokk - Ljósleiðaralagning í Dýrafirði og Önundarfirði - 2019060065

Tillaga 521. fundar skipulags- og mannvirkjanefndar frá 26. júní sl., um að starfandi bæjarstjórn staðfesti niðurstöðu nefndar um að lagning ljósleiðara í Dýrafirði og Önundarfirði sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

Bókun nefndar: Í samræmi við 6. gr. laga nr. 106/2000, um mat á umhverfisáhrifum, hefur skipulags- og mannvirkjanefnd Ísafjarðarbæjar farið yfir tilkynningu framkvæmdaraðila. Niðurstaða nefndarinnar er að strenglagning ljósleiðara í Dýrafirði og Önundarfirði, sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. viðmið í 2. viðauka laga nr. 106/2000. Því skal framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Nefndin leggur til við bæjarstjórn að staðfesta þá niðurstöðu.
Bæjarráð, sem handhafi heimilda bæjarstjórnar, samþykkir niðurstöðu nefndarinnar um að lagning ljósleiðara í Dýrafirði og Önundarfirði sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

15.BsVest - fundargerðir og tilkynningar 2018-2019 - 2018010101

Kynnt fundargerð stjórnar Byggðasamlags Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks, frá 12. júní sl.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

16.Íþrótta- og tómstundanefnd - 197 - 1906013F

Fundargerð 197. fundar íþrótta- og tómstundanefndar sem haldinn var 19. júní sl. Fundargerðin er í 7 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 09:39.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?