Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1055. fundur 25. mars 2019 kl. 08:05 - 09:28 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Arna Lára Jónsdóttir aðalmaður
  • Daníel Jakobsson formaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson varaformaður
Starfsmenn
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
  • Guðmundur Gunnarsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Stefnumótun og gerð langtíma fjárhags- og rekstraráætlunar Ísafjarðarbæjar. - 2019030079

Kynnt er minnisblað Guðmundar Gunnarssonar, bæjarstjóra, með tillögu um að hefja vinnu við stefnumótun og gerð langtíma fjárhags- og rekstraráætlunar Ísafjarðarbæjar.
Lögð eru fram drög að viðauka 5 við fjárhagsáætlun 2019. Viðaukanum er ætlað að mæta kostnaði við úttektina að fjárhæð kr. 7.000.000,-.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að gerður verði samningur við verktaka um verkefnið "stefnumótun og gerð langtíma fjárhags- og rekstraráætlunar Ísafjarðarbæjar". Enn fremur leggur bæjarráð til við bæjarstjórn að samþykkja viðauka 5 við fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar 2019 til að mæta kostnaði við verkefnið.

2.Eftirlit með fjármálum og fjármálastjórn sveitarfélaga - 2019030089

Lagt fram bréf Þóris Ólafssonar og Eiríks Benónýssonar, f.h. Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga, dags. 18. mars sl., vegna almenns eftirlits með fjármálum og fjármálastjórn sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.

3.Túlkun á reglugerð um úthlutun byggðakvóta - Byggðakvóti fiskveiðiárið 2018/2019 - 2018100024

Lagt fram bréf Hólmgeirs Pálmasonar f.h. smábátasjómanna á Þingeyri, dagsett 12. mars sl., þar sem óskað er eftir því að Ísafjarðarbær hlutist til um að úr því verði skorið hvort túlkun Fiskistofu á 6. gr. reglugerðar nr. 685/2018 um úthlutun byggðakvóta, samræmist reglugerð um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2018/2019.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að leita eftir skýringum frá Fiskistofu og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu.

4.Tillaga að sérreglum byggðakvóta - Byggðakvóti fiskveiðiárið 2018/2019 - 2018100024

Lagður er fram tölvupóstur Gauta Geirssonar, dags. 18. mars sl., með tillögu að breytingum á byggðakvótareglum í Hnífsdal.
Bæjaráð leggur til við bæjarstjórn að gerðar verði eftirfarandi breytingar á b lið 1. mgr. 1. gr. reglugerðar nr. 685/2018 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2018/2019, er varða sérreglur fyrir Hnífsdal:

„Eru skráð í viðkomandi byggðarlagi 1. júlí 2018.“ muni standa
„Eru skráð í viðkomandi byggðarlagi 15. mars 2019.“

Enda hafi þessi ráðstöfun ekki áhrif á heimildir annarra í sveitarfélaginu.

5.Hafrún ÍS-54 - forkaupsréttur - 2019030086

Lagt fram bréf Karls Björgvins Brynjólfssonar f.h. West Seafood ehf., dagsett 19. mars sl., þar sem Ísafjarðarbæ er boðinn forkaupsréttur að fiskiskipinu Hafrúnu ÍS-54.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að fallið verði frá forkaupsrétti að fiskiskipinu Hafrún ÍS-54.

6.Ísland ljóstengt 2019 - 2018110069

Lagðir eru fram samningar við samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið um byggðastyrk vegna ljósleiðaravæðingar í tengslum við verkefnið Ísland ljóstengt og við Fjarskiptasjóð um styrkveitingu vegna uppbyggingar ljósleiðarakerfis í sveitarfélaginu.
Bæjarráð samþykkir framlagða samninga og er verkefnið í fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar.

7.Akstur skólabifreiðar Grunnskólans á Þingeyri - 2018020040

Lagt fram bréf Friðfinns S Sigurðssonar, dags. 8. mars 2019, þar sem gerð er athugasemd við skólaakstur í GÞ. Jafnframt er lagt fram minnisblað bæjarstjóra.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara bréfritara.

Gestir

  • Margrét Halldórsdóttir, sviðstjóri skóla- og tómstundasviðs - mæting: 08:45

8.Grunnskólinn á Ísafirði - rannsókn á myglusveppum - 2019030008

Lagt er fram minnisblað Margrétar Halldórsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs, dags. 22. mars 2019, vegna rannsókna á myglusveppum í Grunnskólanum á Ísafirði.
Umræður fóru fram á fundinum.
:Margrét Halldórsdóttir yfirgefur fundinn kl. 09:00.

9.Tímabundin ráðning sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs - 2019030061

Kynnt er minnisblað Guðmundar Gunnarssonar, bæjarstjóra, dags. 19. mars sl., með tillögu að tímabundinni ráðningu sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs Ísafjarðarbæjar í námsleyfi Margrétar Halldórsdóttur.
Umræður fóru fram á fundinum.

10.Listahópurinn Kútur - 2019030088

Lagt fram bréf nokkurra nemenda við Lýðháskólann á Flateyri, sem skipa Listahópinn Kút, þar sem þau óska eftir að fá að starfa sem listahópur Ísafjarðarbæjar sumarið 2019.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.

11.Sýslumaðurinn á Vestfjörðum - 2018 leyfisveitingar, rekstrarleyfi - 2018010057

Lögð fram umsagnarbeiðni Guðrúnar Elínborgar Þorvaldsdóttur f.h. Sýslumannsins á Vestfjörðum dags. 25. feb sl., ásamt umsókn Sigurbjörns Svavarssonar f.h. Klapparhlíðar ehf. vegna rekstrarleyfis gistiheimilis í flokki II. að Ránargötu 1, 425 Flateyri.

Lögð fram umsögn Axels R. Överby, skipulags- og byggingafulltrúa Ísafjarðarbæjar dags. 15. mars sl., ásamt umsögnum Heilbrigðseftirlits Vestfjarða, dags. 25. jan. sl., og Eldvarnareftirlits Ísafjarðarbæjar, dags. 1. mars. 2019
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við veitingu leyfisins.

12.Frumvarp til laga um töku gjalds vegna fiskeldis í sjó og fiskeldissjóð, 710. mál. - 2019010030

Lagður fram tölvupóstur Hildar Edwald f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 22. mars sl., þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um töku gjalds vegna fiskeldis í sjó og fiskeldissjóð, 710. mál. Umsagnarfrestur er til 29. mars.
Bæjarráð felur bæjastjóra að gera umsögn um málið í samráði bæjarfulltrúa í bæjarstjórn, umhverfis- og framkvæmdanefnd og skipulags- og mannvirkjanefnd.

13.Hafnarstjórn - 203 - 1903022F

Fundargerð 203. fundar hafnarstjórnar sem haldinn var 21. mars sl. Fundargerðin er í 5 liðum.
Lagt fram til kynningar.
  • Hafnarstjórn - 203 Hafnarstjórn tekur jákvætt í erindið, en leggur áherslu á að möguleg stofnun hafnasamlags hafi ekki áhrif á uppbyggingaráform hafna Ísafjarðarbæjar, og leggur til við bæjarstjórn að bæjarstjóra og hafnarstjóra verið falið að leiða viðræður við fulltrúa Súðavíkurhrepps.

14.Velferðarnefnd - 437 - 1903020F

Fundargerð 437. fundar velferðarnefndar sem haldinn var 21. mars sl. Fundargerðin er í 5 liðum.
Lagt fram til kynningar.
  • Velferðarnefnd - 437 Velferðarnefnd leggur áherslu á að komi til þess að einstaklingur með lögheimili í Ísafjarðarbæ nýti sér skýlin, verði velferðarsviði gert viðvart svo fljótt sem kostur er. Velferðarnefnd mun eftir sem áður vinna út frá þeirri grundvallar forsendu að einstaklingar með lögheimili í Ísafjarðarbæ nýti þá þjónustu sem býðst í heimabyggð.

    Velferðarnefnd lýsir ánægju sinni með samning um greiðslu gistináttagjalds í neyðarathvörfum Reykjavíkurborgar fyrir heimilislausa og leggur til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að hún samþykki hann.

15.Framtíðarhúsnæði fyrir skjalasafnið - 2014050036

Bæjarfulltrúar upplýstir um stöðu málsins.
Umræður fóru fram á fundinum.
Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri, yfirgefur fundinn undir fundarlið um framtíðarhúsnæði fyrir skjalasafnið.

Fundi slitið - kl. 09:28.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?