Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
1049. fundur 11. febrúar 2019 kl. 08:05 - 08:40 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Arna Lára Jónsdóttir aðalmaður
  • Daníel Jakobsson formaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson varaformaður
Starfsmenn
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
  • Guðmundur Gunnarsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Sindragata 4A, verkfundargerð. - 2018050038

Lögð fram til kynningar fundargerð 12. verkfundar, dagsett 8. febrúar 2019.
Lögð fram til kynningar.

2.Húsnæðisáætlanir sveitarfélaga - 2017050130

Lagt fram bréf Einars Þorvaldar Eyjólfssonar f.h. Íbúðalánasjóðs, ódagsett en móttekið 7. febrúar, vegna húsnæðisáætlana sveitarfélaga. Fyrstu útgáfu húsnæðisáætlunar skal skilað eigi síðar en 1. mars.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu og senda Íbúðalánasjóði húsnæðisáætlun Ísafjarðarbæjar.

3.Móttaka nýrra íbúa - 2019020032

Bæjarstjóri gerir grein fyrir áætlunum Ísafjarðarbæjar um upplýsingagjöf til nýrra íbúa sveitarfélagsins.
Bæjarstjóri kynnir áætlanirnar.

4.Lýðháskóli á Flateyri - 2016110085

Kynnt eru drög að samkomulagi milli Ísafjarðarbæjar og Lýðháskólans á Flateyri vegna nemendagarða við Lýðháskólann á Flateyri.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga frá samkomulaginu í samræmi við umræður á fundinum og felur bæjarstjóra að undirrita samkomulagið með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar.

5.Stytting vinnuvikunnar og efling lýðræðisins - 2019020023

Lagt fram bréf Guðmundar Haraldssonar, f.h. Öldu-félags um sjálfbærni og lýðræði, ódagsett en móttekið með tölvupósti 1. febrúar, varðandi styttingu vinnuvikunnar og eflingu lýðræðisins.
Lagt fram til kynningar.

6.Nordjobb 2017-2019 - 2017030032

Lagt fram bréf Hannesar Björns Hafsteinssonar f.h. Nordjobb á Íslandi, dagsett 1. febrúar, vegna Nordjobb sumarstarfa 2019.
Lagt fram til kynningar.

7.Stjórnsýsluhús - ársreikningur 2017-2018 - 2018060022

Lagður fram ársreikningur Stjórnsýsluhússins á Ísafirði fyrir árið 2018.
Lagt fram til kynningar.

8.Frumvarp til laga vegna breytinga á lögum í tengslum við persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga - 2019010030

Lagður fram tölvupóstur Hildar Edwald f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 6. febrúar þar sem Ísafjarðarbæ er sent til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga (stofnanir á málefnasviði félags- og barnamálaráðherra), 495. mál. Umsagnarfrestur er til 27. febrúar.
Bæjarráð vísar frumvarpinu til umsagnar velferðarnefndar.

9.Tillaga til þingsályktunar um heilbrigðisstefnu - 2019010030

Lagður fram tölvupóstur Hildar Edwald f.h. nefndasviðs Alþingis, dagsettur 7. febrúar, þar sem Ísafjarðarbæ er send til umsagnar tillaga til þingsályktunar um heilbrigðisstefnu til ársins 2030, 509. mál.
Bæjarráð vísar frumvarpinu til umsagnar velferðarnefndar.

10.Hverfisráð íbúasamtaka Hnífsdals - 2017010043

Lögð fram fundargerð stjórnarfundar íbúasamtaka Hnífsdals sem haldinn var 4. febrúar.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

11.Hverfisráð Dýrafirði - 2017010043

Lagðar fram þrjár fundargerðir hverfisráðs Dýrafjarðar; fundargerðir frá 13. desember 2018 og 29. janúar 2019 og fundargerð aðalfundar frá 29. janúar 2019.
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

12.Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 162 - 1901003F

Fundargerð 162. fundar barnaverndarnefndar sem haldinn var 5. febrúar. Fundargerðin er í 2 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 08:40.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?