Bæjarráð

Fundargerðir hverfisráða Ísafjarðarbæjar, auk fundargerða fastanefnda, starfshópa og annarra nefnda sveitarfélagsins af fundum sem haldnir voru til og með ársins 2017 má finna undir aðrar fundargerðir
995. fundur 20. nóvember 2017 kl. 08:05 - 09:40 í fundarsal bæjarstjórnar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði
Nefndarmenn
  • Arna Lára Jónsdóttir formaður
  • Kristján Andri Guðjónsson aðalmaður
  • Daníel Jakobsson aðalmaður
  • Marzellíus Sveinbjörnsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Gísli Halldór Halldórsson bæjarstjóri
  • Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Fundargerð ritaði: Þórdís Sif Sigurðardóttir bæjarritari
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2018 - 2017020049

Kynnt eru drög að fjárfestingaráætlun Ísafjarðarbæjar 2018-2022.
Umræður um fjárfestingaráætlun 2018.

Gestir

  • Brynjar Þór Jónasson, sviðsstjóri umhverfis- og eignasviðs - mæting: 08:10

2.Fjarðarstræti 20, sala eigna/byggingarétts. - 2017110034

Lagt fram bréf Brynjars Þór Jónassonar, sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs Ísafjarðarbæjar, dagsett 16. nóvember 2017, þar sem óskað er heimildar til að hefja söluferli á fasteigninni/lóðinni Fjarðarstræti 20, Ísafirði.
Bæjarráð heimilar sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs að hefja söluferli á fasteigninni/lóðinni Fjarðarstræti 20, Ísafirði.

3.Mávagarður - Þybbu mannvirki - 2016030002

Kynntur tölvupóstur Guðmundar M. Kristjánssonar, hafnarstjóra, dagsettur 15. nóvember sl. vegna þybbu á Mávagarði.
Bæjarráð tekur undir hugmyndir formanns hafnarstjórnar um að verkið við gerð þybbu á Mávagarði verði boðið út aftur.

4.Framtíð Náttúrustofu Vestfjarða - 2017100066

Lagður fram tölvupóstur Guðnýjar Láru Ingadóttur, f.h. umhverfis- og auðlindaráðuneytis, dagsettur 15. nóvember sl., ásamt bréfi ráðuneytisins vegna samninga um náttúrustofur. Þar sem ekki næst að endurskoða samningana fyrir árslok, er lagt til að gildistími þeirra verði framlengdur um eitt ár, eða til ársloka 2018.
Bæjarráð fellst á að framlengja gildistíma samningsins við Náttúrustofu Vestfjarða til ársloka 2018.
Brynjar Þór Jónasson yfirgefur fundinn kl. 9:00

5.Fjölsmiðjan - launamál - 2017090041

Kynnt drög að þjónustusamningi Ísafjarðarbæjar við Vesturafl um Fjölsmiðju Vesturafls. Fjölsmiðjan starfrækir verkþjálfunar- og framleiðslusetur fyrir fólk á aldrinum 16-24 ára sem hætt hefur námi og/eða hefur ekki náð fótfestu á vinnumarkaði. Samningurinn, sem er til þriggja ára, tekur gildi þann 1. janúar n.k. og varðar m.a. greiðslur frá Ísafjarðarbæ vegna þjónustu og þjálfunar. Gert er ráð fyrir þeim kostnaði sem af samningnum hlýst í fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2018.

Félagsmálanefnd felur starfsmanni að gera breytingar á drögum um þjónustusamning í samræmi við umræður á fundinum og leggur til við bæjarráð Ísafjarðarbæjar að samningurinn verði samþykktur.
Bæjarráð vísar samningnum til samþykktar í bæjarstjórn.
Sædís M. Jónatansdóttir yfirgefur fundinn kl. 09:12

Gestir

  • Sædís M. Jónatansdóttir, deildarstjóri félagsþjónustu - mæting: 09:02

6.Sundhöll Ísafjarðar Samkeppni - 2015090052

Á 992. fundi bæjarráðs, 23. október sl., lagði bæjarráð til við bæjarstjórn að fá Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands til að framkvæma íbúakönnun. Bæjarstjórn tók málið fyrir á 407. fundi sínum, 2. nóvember sl., þar sem samþykkt var að vísa málinu aftur til bæjarráðs og gefa því heimild til að afgreiða það.
Bæjarráð samþykkir að gengið verði til samninga við Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands um gerð íbúakönnunar í samræmi við ályktun bæjarstjórnar frá 15. júlí sl.

7.Ný persónuverndarlöggjöf 2018 - 2017050126

Lagt fram minnisblað Gísla Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra, dagsett 17. nóvember sl., með tillögu um að gera ráð fyrir útgjöldum í fjárhagsáætlun 2018, vegna innleiðingar nýrrar persónuverndarlöggjafar á næsta ári.
Bæjarráð vísar tillögunni til fjárhagsáætlunargerðar 2018.

8.Almennar styrktarbeiðnir og styrktarlínur 2017 - 2017010042

Lagt fram bréf Bjarnar Birkissonar, f.h. Útgáfufélags Búnaðarsambands Vestfjarða, dagsett 15. nóvember sl., þar sem óskað er eftir styrk að upphæð kr. 750.000,- til útgáfu bókar um jarðir í Hóls- og Eyrarhreppi.
Bæjarráð leggur til við umsækjanda að sækja um formlegan styrk til menningarmála.

9.Hverfisráðið í Hnífsdal - Málefni hverfisráða 2017 - 2017010043

Lagt er fram minnisblað Fannars Þórs Þorfinnssonar, starfsmanns umhverfis- og eignasviðs, dags. 15. nóvember sl., þar gert er grein fyrir kostnaði við uppsetningu ærslabelgs í Hnífsdal að beiðni Hverfisráðsins í Hnífsdal.
Bæjarráð samþykkir tillögu Hverfisráðs Hnífsdals og skerðir framkvæmdafé ársins 2018 því sem nemur þeirri fjárhæð sem fer umfram framkvæmdafé ársins 2017.

10.Málefni hverfisráða 2017 - 2017010043

Lögð er fram fundargerð aðalfundar Hverfisráðsins Íbúasamtakanna í Hnífsdal sem haldinn var 19. september sl.
Bæjarráð vísar fundargerðinni til úrvinnslu í tæknideild.

11.Félagsmálanefnd - 421 - 1711007F

Lögð er fram fundargerð 421. fundar félagsmálanefndar sem haldinn var 14. nóvember sl. Fundargerðin er í 4 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

12.Fræðslunefnd - 384 - 1711010F

Lögð er fram fundargerð 384. fundar fræðslunefndar sem haldinn var 16. nóvember sl. Fundargerðin er í 5 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

13.Ungmennaráð Ísafjarðarbæjar - 1 - 1711009F

Lögð er fram fundargerð 1. fundar ungmennaráðs Ísafjarðarbæjar sem haldinn var 14. nóvember sl. Fundargerðin er í 2 liðum.
Fundargerðin lögð fram til kynningar. Bæjarráð lýsir ánægju sinni með stofnun ungmennaráðs.

Fundi slitið - kl. 09:40.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?