Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 8. fundur - 29. janúar 2015

Dagskrá:

1.

2015010027 - Veraldarvinir - sjálfboðaliðar

 

Lagður er fram tölvupóstur Þórarins Ívarssonar, framkvæmdastjóra Veraldarvina, frá 8. janúar sl., þar sem óskað er eftir samstarfi við Ísafjarðarbæ.

 

Umhverfis- og framkvæmdanefnd felur umhverfisfulltrúa að skoða málið og vera í sambandi við bréfritara.

 

   

2.

2015010015 - Vegagerðin - starfsleyfi fyrir rekstur bikbirgðastöðvar á Ísafirði

 

Lagt fram bréf Umhverfisstofnunar dags. 30. desember 2014 ásamt tillögu að starfsleyfi fyrir bikbirgðastöð Vegagerðarinnar á Mávagarði.

 

Umhverfis- og framkvæmdanefnd gerir ekki athugasemd við tillögu að starfsleyfi fyrir Vegagerðina.

 

   

3.

2014100013 - Virkjun bæjarlæksins á Hesteyri

 

Tekið fyrir að nýju erindi frá Hrólfi Vagnssyni um leyfi til að virkja bæjarlækinn á Hesteyri.
Lagt fram bréf Umhverfisstofnunar dags. 29. desember 2014 vegna málsins
Skipulags- og mannvirkjanefnd óskaði eftir umsögn umhverfis- og framkvæmdanefndar á erindinu.

 

Umhverfis- og framkvæmdanefnd gerir ekki athugasemd við erindið en óskar eftir teikningum af inntaksmannvirki og húsi áður ef leyfi verður veitt. Þá bendir nefndin bréfritara á að leyfi landeiganda þurfi einnig fyrir framkvæmdinni.

 

   

4.

2014100066 - Verndar- og stjórnunaráætlun fyrir náttúruvættið Dynjanda í Arnarfirði

 

Lögð fram drög að verndaráætlun um Dynjanda frá Umhverfisstofnun, dags. 26. 1. 2015

 

Umhverfis- og framkvæmdanefnd fagnar því að verndar- og stjórnunaráætlun 2015-2024 sé komin fram. Nefndin óskar eftir upplýsingum hvort IUCN flokkun sé þegar í gildi eða hvort um sé að ræða breytingu.

 

   

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:50

  

Gunnar Jónsson

 

Kristín Hálfdánsdóttir

Óðinn Gestsson

 

Jóna Símonía Bjarnadóttir

Gísli Halldór Halldórsson

 

Jóhann Birkir Helgason

Ralf Trylla

 

 

Er hægt að bæta efnið á síðunni?