Nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis - 50. fundur - 5. ágúst 2015
Þetta var gert:
1. Staða framkvæmda. 2011-12-0009.
Jóhann Birkir Helgason fór yfir stöðu framkvæmda á Eyri. Verkinu er að ljúka, unnið er að loftræsiristum og öðrum smávægilegum hlutum. Lóðin er langt komin, búið að malbika stóran hluta gangstíga, unnið er að jarðvegsmönum og jöfnun lóðar.
Nefndin þakkar kynninguna.
2. Viðtökuvottorð
Lagt fram Viðtökuvottorð fyrir hjúkrunarheimilið Eyri dags. 30. júlí 2015 frá Framkvæmdasýslu ríkisins, þar segir:
Öll gögn sem kallað var eftir í verklokaúttekt frá 3. Júlí 2015 hafa nú borist og verklok staðfest með úttekt á staðnum 26. júlí og með ljósmyndum 30. júlí 2015.
Þar sem hjúkrunarheimilið Eyri, uppfyllir þar með öll atriði samnings Ísafjarðarbæjar og velferðarráðuneytisins er viðtökuvottorð hér með staðfest.
Lagt fram til kynningar
3. Ljósmyndir í miðkjarna íbúðarrýma
Nefndin ákveður að velja myndir hjá Ljósmyndasafninu Ísafirði til skreytingar í miðkjarna Eyrar. Nefndin fer til fundar með starfsmönnum Ljósmyndasafnsins.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 15:50.
Sigurður Pétursson, formaður
Magnús Reynir Guðmundsson
Kristín Hálfdánsdóttir
Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri
Jóhann Birkir Helgason