Nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis - 46. fundur - 19. maí 2015

Þetta var gert:          

 

1.      Fundargerðir 44. og 45. fundar nefndarinnar.

Fundargerðirnar samþykktar.

 

2.      Staða framkvæmda. 2011-12-0009.

Ágúst Gíslason, byggingarstjóri fór yfir stöðu framkvæmda á Eyri.  Verkið er 2 til 3 vikur á eftir áætlun.  Verktaki gerir ráð fyrir að verkinu ljúki 19. júní 2015.

Rætt um opnun milli hjúkrunarheimilisins og sjúkrahússins.  Gísli Halldór hefur rætt þetta mál við Sturlaug Tómasson, staðgengil skrifstofustjóra Velferðarráðuneytisins.  Sturlaugur mun ræða þetta mál við Snævar hjá Fasteignum ríkisins til að tryggja framgang málsins.

Lóðarframkvæmdir eru komnar af stað, búið að jarðvegsskipta undir vegi að húsi.  Verkið er á áætlun.

Eftir fund byggingarstjóra með framkvæmdastjóra hjúkrunar á HsVest var ákveðið að færa til hár- og fótsnyrtingu yfir í rými sjúkrabaðs og taka plássið undir skrifstofurými.  Kostnaður við þessa breytingu er óverulegur. 

Nefndin samþykkir breytinguna.

 

3.      Búnaðarkaup. 2011-12-0009.

Lagður fram tölvupóstur frá Sigurði Norðdahl frá Framkvæmdasýslu ríkisins dags. 15. maí 2015 er varðar örútboð fyrir hjúkrunarheimili í Ísafjarðarbæ, kafla 2 og 3 er varðar búnað og hjálpartæki fyrir salernisaðstöðu og flutningstæki og stoðbúnað.

Lagt fram til kynningar.

 

4.      Önnur mál. 2011-12-0009.

Lagður fram tölupóstur frá Sturlaugi Tómassyni hjá Velferðarráðuneytinu dags. 13. maí 2015 er varðar vísitölutengingu á leigugreiðslur.

Jóhanni Birki er falið að gera minnisblað um óhagræði Ísafjarðarbæjar vegna vísitölubreytinga.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 13:10.

 

Sigurður Pétursson, formaður.

Arna Lára Jónsdóttir                                                           

Kristín Hálfdánsdóttir    

Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri                                                

Jóhann Birkir Helgason

Ágúst Gíslason                                             

Er hægt að bæta efnið á síðunni?