Nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis - 25. fundur - 31. janúar 2013

Þetta var gert:          

 

1.        Skipulag og hönnun Eyrar. 2011-12-0009.

Daníel Jakobsson fór yfir nýja útfærslu á miðrými hjúkrunarheimilisins.  Rætt um miðrými íbúðareininga og hvort nauðsynlegt sé að stúka það svona mikið niður. Eiríkur Finnur tekur að sér að skoða málið og senda upplýsingar til nefndarmanna.

Salur, iðjuþjálfun og önnur rými rædd ítarlega.  Nefndin er sátt við framkomnar tillögur og felur formanni og sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs að ganga frá endanlegri útfærslu teikninga í samvinnu við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða.

Nefndin leggur til við bæjarstjórn að byggingin verði um 60 m² stærri en viðmið Velferðarráðuneytisins gerir ráð fyrir.  Ráðuneytið hefur heimilað 2.250 m² byggingu (75 m² pr. íbúa) en nefndin vill byggja 2.310 m² byggingu (77 m² pr. íbúa). Ástæða stækkunarinnar er tengibygging við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða og stækkun á sal í miðrými.  Gróf kostnaðaráætlun við stækkunina er um 250-300 þús. pr. m².

 

2.        Önnur mál

Sviðstjóra framkvæmda- og eignasviðs falið að leggja fram minnisblað um væntanlega útfærslu byggingarframkvæmda.

 

Fleira ekki gert, fundi slitið kl.   17:05.

 

Eiríkur Finnur Greipsson, formaður.

Magnús Reynir Guðmundsson.                                                       

Svanlaug Guðnadóttir.                                                         

Daníel Jakobsson.                                                                            

Jóhann Birkir Helgason.

Sædís María Jónatansdóttir. 

Er hægt að bæta efnið á síðunni?