Nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis - 19. fundur - 1. júní 2012
Þetta var gert:
1. Tilboð í verkfræðihönnun hjúkrunarheimilisins Eyri á Ísafirði.
Tekin fyrir tilboð í verkfræðihönnun hjúkrunarheimilisins Eyri á Ísafirði.
Fimm tilboð bárust.
Tækniþjónusta Vestfjarða kr. 39.809.000,-
Efla kr. 29.750.000,-
Almenna Verkfræðistofan kr. 25.520.000,-
VSÓ Ráðgjöf kr. 21.026.000,-
Mannvit kr. 24.200.000,-
Kostnaðaráætlun verkkaupa kr. 38.400.000,-
Hjúkrunarheimilsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tilboði VSÓ ráðgjöf verði tekið.
2. Rýni teikninga.
Dómnefnd ræddi nokkur atriði sem talið er að þyrfti að breyta út frá núverandi teikningu. Indro og Anna Sigríður ræddu einnig nokkur atriði sem þyrfti að skoða nánar. Rætt var um tengigang milli hjúkrunarheimilis og Heilbrigðisstofnunar.
Jóhanni Birki og Eiríki Finni falið að kynna arkitekt Heilbrigðisstofnunar framkomnar teikningar og tengingu við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 12:00.
Eiríkur Finnur Greipsson, formaður.
Sigurður Pétursson.
Svanlaug Guðnadóttir.
Jóhann Birkir Helgason.