Nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis - 16. fundur - 26. apríl 2012
Þetta var gert:
1. Opnun tillagna um hjúkrunarheimili á Ísafirði. 2011-12-0009.
Rætt um næstu skref í undirbúningi fyrir blaðamannafund vegna úrslita í hönnunarsamkeppni um nýtt hjúkrunarheimili á Ísafirði.
2. Nafn á nýtt hjúkrunarheimili á Ísafirði. 2011-12-0009.
Nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði hefur ákveðið nafn á hjúkrunarheimilið, á grundvelli framkominna hugmynda. Það verður gert opinbert þann 11. maí 2012.
3. Útboð á grundun fyrir hjúkrunarheimili á Ísafirði. 2011-12-0009.
Jóhann Birkir Helgason gerði grein fyrir tilboðum í grundun fyrir hjúkrunarheimili á Ísafirði.
Eftirfarandi aðilar gerðu tilboð í verkið:
- Vesturfell ehf kr. 19.623.250,- 60,3%
- Gröfuþjónusta Bjarna ehf kr. 21.366.865,- 65,6%
- Þotan ehf kr. 22.181.300,- 68,1%
- Hálsafell ehf kr. 23.123.750,- 71,0%
- Vestfirskir Verktakar ehf kr. 27.460.500,- 84,4%
- Gámaþjónusta Vestfjarða kr. 29.571.385,- 90,8%
- Kostnaðaráætlun kr. 32.553.000,- 100%
Kristrún Helga Ólafsdóttir vék af fundi undir umræðum um þennan lið.
4. Skóflustunga að nýju hjúkrunarheimili á Ísafirði. 2011-12-0009.
Stefnt er að því að fyrsta skóflustunga verði tekin að nýju hjúkrunarheimili fljótlega eftir 11. maí 2012.
5. Fundur með félögum eldri borgara og þjónustuhópi aldraðra. 2008-06-0016.
Starfsmanni falið að boða formenn félaga eldri borgara ásamt fulltrúum í þjónustuhópi aldraðra á næsta fund nefndarinnar.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 13:15
Eiríkur Finnur Greipsson, formaður.
Sigurður Pétursson.
Svanlaug Guðnadóttir.
Daníel Jakobsson.
Jóhann Birkir Helgason.
Kristrún Helga Ólafsdóttir
Margrét Geirsdóttir