Menningarmálanefnd - 155. fundur - 18. nóvember 2008
Mættir eru: Inga Steinunn Ólafsdóttir, formaður, Anna Sigríður Ólafsdóttir, Hálfdán Bjarki Hálfdánsson, upplýsingafulltrúi og Þorleifur Pálsson, bæjarritari, sem ritaði fundargerð.
Þetta var gert:
1. Undirbúningur að tendrun jólaljósa í Ísafjarðarbæ 2008.
Lögð fram drög að dagskrá vegna tendrunar jólaljósa í Ísafjarðarbæ fyrir komandi jól. Dagsetningar eru ætlaðar sem hér segir og reiknað með að atburðirnir hefjist kl. 16:00 að jafnaði, en tímasetningar geta hugsanlega breyst að höfðu samráði við heimaaðila á hverjum stað. Endanleg dagskrá verður síðan auglýst með góðum fyrirvara.
Ísafirði 29. nóvember n.k.
Suðureyri 30. nóvember n.k.
Flateyri 6. desember n.k.
Þingeyri 7. desember n.k.
Unnið verður áfram að frekari skipulagningu á hverjum stað fyrir sig og rætt við þá aðila er koma að tendrun jólaljósa í Ísafjarðarbæ.
2. Bréf Engilberts Ingvarssonar. ? Beiðni um styrk vegna fræðaseturs. 2008-10-0050.
Lagt fram bréf frá Engilbert Ingvarssyni, Hólmavík, þar sem hann óskar eftir styrk vegna stofnunar fræðaseturs á Lyngholti á Snæfjallaströnd. Erindinu var vísað til menningarmálanefndar til umsagnar frá bæjarráði þann 3. nóvember s.l.
Menningarmálanefnd telur verkefnið lofsvert, en leggur það í hendur bæjarráðs hvort fjárhagslegur styrkur verði veittur.
Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 9:30.
Inga Steinunn Ólafsdóttir, formaður.
Anna Sigríður Ólafsdóttir.
Hálfdán Bjarki Hálfdánsson.
Þorleifur Pálsson, ritari.