Menningarmálanefnd - 139. fundur - 21. ágúst 2007

Mættir eru:  Ingi Þór Ágústsson, formaður, Inga Ólafsdóttir, varaformaður og Anna Sigríður Ólafsdóttir.


Halldór Halldórsson bæjarstjóri sat fund nefndarinnar og ritaði fundargerð.


Þetta var gert:



1. Styrkir menningarmálanefndar á árinu 2007


Menningarmálanefnd ákvað á síðasta fundi sínum að taka styrkbeiðnir sérstaklega fyrir þar sem dregist hefur að móta nýja stefnu í úthlutun styrkja menningarmálanefndar.


Eftirtaldar umsóknir hafa borist til menningarmálanefndar þrátt fyrir að ekki hafi enn verið auglýst eftir styrkbeiðnum.



Við Djúpið ? tónlistarhátíð


Sunnukórinn


Sólrisuhátíð MÍ


Gospelkór Vestfjarða


Fræðsludagar um valdeflingu


Ljósmyndasafn Sigurgeirs B. Halldórssonar


Edinborgarhúsið menningamiðstöð


Alþjóðleg kvikmyndahátíð ? Rætur



Menningarmálanefnd samþykkir að auglýst verði eftir umsóknum vegna styrkveitingar nefndarinnar fyrir árið 2007. Úthlutað verður eftir því fyrirkomulagi sem hefur verið í gildi undanfarin ár. Stefnt er að því að ný stefna menningarmála-nefndar taki gildi um áramótin 2007/2008.



2. Tjöruhúsið Neðstakaupstað.


Rætt um rekstur Tjöruhússins í Neðstakaupstað sem leigt hefur verið undir rekstur veitingahúss undanfarin sumur með góðum árangri.


Menningarmálanefnd ákveður að taka rekstur hússins fyrir á næsta fundi sínum og ræða við forstöðumann Byggðasafns Vestfjarða sem og rekstraraðila veitingahússins.


Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 10:00.


Ingi Þór Ágústsson, formaður.


Inga S. Ólafsdóttir.      


Anna Sigríður Ólafsdóttir.


Halldór Halldórsson, ritari



Er hægt að bæta efnið á síðunni?