Félagsmálanefnd - 416. fundur - 14. mars 2017
Dagskrá:
1. |
Trúnaðarmál. - 2011090094 |
|
Fjögur trúnaðarmál kynnt fyrir félagsmálanefnd. |
||
Umræður um trúnaðarmálin, þau afgreidd og færð til bókar í trúnaðarmálabók félagsmálanefndar. |
||
|
||
2. |
Almennar styrktarbeiðnir og styrktarlínur 2017 - 2017010042 |
|
Á 964. fundi bæjarráðs Ísafjarðarbæjar var lagt fram bréf Sirrýjar Sifjar Sigurlaugardóttur, fræðslustjóra Alzheimersamtakanna, dagsett 7. febrúar sl. þar sem óskað var eftir styrk til að halda röð málþinga um land allt á næstu mánuðum. |
||
Félagsmálanefnd fagnar því að stefnt sé að því að halda málþing á Ísafirði. Félagsmálanefnd frestar afgreiðslu erindisins og felur starfsmanni á fjölskyldusviði að óska eftir frekari upplýsingum hjá Alzeimersamtökunum um fyrirhugaðan kostnað. |
||
|
||
3. |
Fjárhagsáætlun 2018 - 2017020049 |
|
Lagt fram ferli fjárhagsáætlunar fyrir árið 2018, samantekt umræðna um gjaldskrá fyrir árið 2018 frá forstöðumannafundi, ásamt útreikningum lífeyris og tengdra bóta, gjaldskrá fjölskyldusviðs 2017 og reglum um fasteignagjöld. |
||
Margrét Geirsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs, kynnti vinnu vegna endurskoðunar gjaldskrár og fjárhagsáætlunar fyrir árið 2018. Félagsmálanefnd felur starfsfólki fjölskyldusviðs að koma með tillögur að gjaldskrá fyrir fjölskyldusvið og að skoða möguleika á samræmdum tekjuviðmiðum innan sviðsins. |
||
|
||
4. |
Fundargerðir stjórnar BSVest. - 2015030003 |
|
Lagðar fram fundargerðir stjórnar BsVest frá fundum 6, 7 og 8. |
||
Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar og umræður um þær. |
||
|
||
5. |
Öldungaráð, fundargerðir. - 2016090043 |
|
Lögð fram fundargerð frá 5. fundi öldungaráðs. |
||
Fundargerð lögð fram til kynningar og umræður um hana. |
||
|
||
6. |
Hjólasöfnun Barnaheilla - 2017030046 |
|
Lagður fram tölvupóstur dags. 3. mars 2017 frá Ástu Hafberg verkefnastjóra hjólastöfnunar Barnaheilla, þar sem kynnt er að Barnaheill hefja hjólasöfnun í fimmta sinn. Markmið hjólasöfnunarinnar er að börn í félagslega eða fjárhagslega erfiðri stöðu eignist reiðhjól. Hjólasöfnunin stendur frá miðjum marsmánuði til loka aprílmánaðar. Öllum sveitarfélögum landsins er boðið að taka þátt í verkefninu. |
||
Félagsmálanefnd tekur jákvætt í verkefnið og felur starfsfólki fjölskyldusviðs að kanna þörfina í sveitarfélaginu. |
||
|
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl.
Gunnhildur Björk Elíasdóttir |
|
Steinþór Bragason |
Sigríður Guðfinna Ásgeirsdóttir |
|
Arna Ýr Kristinsdóttir |
Tinna Hrund Hlynsdóttir |
|
Sædís María Jónatansdóttir |
Margrét Geirsdóttir |
|
Dagný Sif Snæbjarnardóttir |