Félagsmálanefnd - 380. fundur - 10. september 2013
Félagsmálanefnd býður Björn Davíðsson, nefndarmann, og Hafdísi Gunnarsdóttur, starfsmann fjölskyldusviðs, velkomin til starfa.
Dagskrá:
1. |
2011090094 - Trúnaðarmál. |
|
Þrjú trúnaðarmál lögð fram í félagsmálanefnd. |
||
Trúnaðarmálin afgreidd og færð til bókar í trúnaðarmálabók félagsmálanefndar. |
||
|
||
2. |
2013080033 - Leyfi til daggæslu í heimahúsi |
|
Lögð fram greinargerð Sigurlínu Jónasdóttur dags. 26. ágúst s.l. þar sem Lísbet Harðard. Ólafardóttir kt. 100885-2479 sækir um leyfi sem dagforeldri hjá Ísafjarðarbæ, á heimili sínu að Seljalandsvegi 6 á Ísafirði. Fyrir liggja samþykkt vottorð. |
||
Félagsmálanefnd Ísafjarðarbæjar veitir umsækjanda leyfi til daggæslu á grundvelli greinargerðar Sigurlínu. Leyfið verði endurskoðað að einu ári liðnu. |
||
|
||
3. |
2013090013 - Ársreikningar 2011-2012 |
|
Lagðir fram ársreikningar verslunar íbúa Hlífar fyrir árin 2011 og 2012 ásamt minnisblaði frá Sædísi Maríu Jónatansdóttur. |
||
Ársreikningar lagðir fram til kynningar. Nefndarmenn lýsa yfir ánægju með viðsnúninginn sem orðið hefur á rekstri verslunarinnar. |
||
|
||
4. |
2010050008 - Jafnréttisáætlun |
|
Lögð fram til kynningar Aðgerðaáætlun um launajafnrétti kynjanna sem gefin var út af velferðarráðuneytinu í október 2012 og gildir til loka ársins 2016. Jafnframt kynnt að jafnlaunastaðallinn ÍST 85:2012 er í skoðun en hann hefur að geyma leiðbeiningar um gerð launagreininga. Jafnréttisstofa hefur aðstoðað við upplýsingaöflun og leiðbeint um næstu skref og eru í gangi viðræður við aðila sem hafa reynslu af launakönnunum. |
||
Áfram verði haldið með vinnu við könnun á launajafnrétti kynjanna. |
||
|
||
5. |
2013090014 - Fjárhagsáætlun fjölskyldusviðs fyrir árið 2014 |
|
Sviðsstjóri fjölskyldusvið kynnti vinnu við gerð fjárhagsáætlunar. |
||
Umræður um fjárhagsáætlun. |
||
|
6. Önnur mál.
Aðgerðaráætlun gegn kynbundnu ofbeldi.
Margrét Geirsdóttir, sviðsstjóri, greindi frá málþingi sem hún sótti um aðgerðaráætlanir gegn kynbundnu ofbeldi.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:25
Guðfinna M Hreiðarsdóttir |
|
Jón Reynir Sigurðsson |
Gunnar Þórðarson |
|
Rannveig Þorvaldsdóttir |
Anna Valgerður Einarsdóttir |
|
Harpa Stefánsdóttir |
Margrét Geirsdóttir |
|
Sædís María Jónatansdóttir |
Björn Davíðsson |
|
Hafdís Gunnarsdóttir |
|
|
|