Félagsmálanefnd - 374. fundur - 15. janúar 2013
Dagskrá:
1. |
2011090094 - Trúnaðarmál. |
|
Lögð fram sex trúnaðarmál. |
||
Trúnaðarmálin rædd og færð til bókar í trúnaðarmálabók félagsmálanefndar. |
||
|
||
2. |
2012010079 - Félagsleg heimaþjónusta. |
|
Lögð fram drög að endurskoðuðu innheimtufyrirkomulagi og gjaldskrá fyrir félagslega heimaþjónustu ásamt eyðublaði til útreiknings á gjaldi. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
3. |
2011120059 - Minnisblað. - Gjafir til Hlífar íbúða aldraðra 2012. |
|
Lagt fram minnisblað frá Sædísi Maríu Jónatansdóttur, þar sem kynntar eru gjafir sem bárust Hlíf, íbúðum aldraðra, frá velunnurum á árinu 2012. |
||
Minnisblaðið er lagt fram til kynningar og vill félagsmálanefnd þakka fyrir rausnarlegar gjafir og hlýhug í garð íbúa Hlífar. |
||
|
||
4. |
2007010072 - Sérstakar húsaleigubætur. |
|
Lögð fram drög að endurskoðuðum reglum um sérstakar húsaleigubætur í Ísafjarðarbæ ásamt eyðublaði, um mat á félagslegum aðstæðum vegna umsóknar um sérstkar húsaleigubætur.
|
||
Félagsmálanefnd samþykkir drögin og felur starfsmönnum að uppfæra tekju og eignamörk reglnanna þegar velferðarráðuneytið hefur uppfært tekju og eignamörk fyrir árið 2013 skv. reglugerð nr. 873/2001. |
||
|
||
5. |
2012090040 - Húsaleigubætur 2013. |
|
Lögð fram reglugerð um breytingu á reglugerð um húsaleigubætur, nr. 118/2003, með síðari breytingum. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
6. |
2011090092 - Fundargerðir verkefnahóps BSVest. |
|
Lagðar fram fundargerðir 23. og 24. fundar verkefnahóps BSVest. |
||
Fundargerðir lagðar fram til kynningar. |
||
|
||
7. |
2010070042 - Fundargerðir 2010-2012 - Nefnd um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði. |
|
Lögð fram fundargerð 23. fundar nefndar um byggingu hjúkrunarheimilis á Ísafirði. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
8. Önnur mál.
a). Fjárhagsaðstoð. 2012-12-0016.
Rætt um reglur um fjárhagsaðstoð og starfsmanni fjölskyldusviðs falið að koma með tillögu að breytingum á næsta fund nefndarinnar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:50
Guðfinna M. Hreiðarsdóttir
Jón Reynir Sigurðsson
Gunnar Þórðarson
Ari Klængur Jónsson
Rannveig Þorvaldsdóttir
Anna Valgerður Einarsdóttir
Harpa Stefánsdóttir
Sædís María Jónatansdóttir