Félagsmálanefnd - 359. fundur - 30. ágúst 2011

Þetta var gert:

 

1.      Trúnaðarmál.

Fjögur trúnaðarmál rædd og færð til bókar í trúnaðarmálabók félagsmálanefndar.

 

2.      Evrópsk lýðræðisvika.

Lagt fram til kynningar tölvubréf frá Önnu G. Björnsdóttur sviðsstjóra þróunar- og alþjóðasviðs hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem evrópska lýðræðisvikan er kynnt. Þemað í ár er mannréttindi á sveitarstjórnarstigi. Á fundinum komu fram tillögur um hvernig kynna mætti evrópsku lýðræðisvikuna.

 

3.      Starfsmarkmið félagsmálanefndar. 

Rætt um starfsmarkmið félagsmálanefndar fyrir árið 2011 og stöðu verkefna. Félagsmálanefnd felur starfsmönnum að senda erindi til stofnana á fjölskyldusviði og kalla eftir starfsmarkmiðum fyrir árið 2012 sem verði fyrir 1. okt. n.k.

 

4.      Jafnréttisstefna. 2010-05-0008.

Rætt um vinnu við gerð jafnréttisstefnu fyrir sveitarfélagið.

 

5.      Þjónusta við aldraða.

Rætt um þjónustu við aldraða og drög að niðurstöðum þarfagreiningar kynntar.

 

Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 17:35.

 

Guðfinna M. Hreiðarsdóttir, formaður.

Rannveig Þorvaldsdóttir.                                                       

Helga Björk Jóhannsdóttir.    

Jón Reynir Sigurðsson.                                                          

Sturla Páll Sturluson.

Sædís María Jónatansdóttir.                                                  

Harpa Stefánsdóttir.

Anna Valgerður Einarsdóttir.                                                

Margrét Geirsdóttir.

Er hægt að bæta efnið á síðunni?