Félagsmálanefnd - 352. fundur - 25. janúar 2011
Mætt voru: Guðfinna Hreiðarsdóttir, formaður, Jón Reynir Sigurðsson, Ragnhildur Sigurðardóttir og Rannveig Þorvaldsdóttir. Gunnar Þórðarson boðaði forföll og í hans stað mætti Sturla Páll Sturluson. Jafnframt sátu fundinn Margrét Geirsdóttir, forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar, Anna Valgerður Einarsdóttir og Sædís María Jónatansdóttir, starfsmenn Skóla- og fjölskylduskrifstofu.
Sædís María Jónatansdóttir ritaði fundargerð.
Þetta var gert:
1. Forvarnarstefna Ísafjarðarbæjar. 2008-03-0032.
Lögð fram til kynningar fyrstu drög að nýrri forvarnarstefnu fyrir Ísafjarðarbæ. Félagsmálanefnd líst vel á framkomin drög að forvarnarstefnunni ogn felur starfsmanni að ljúka við stefnuna í samræmi við umræður á fundinum.
2. Trúnaðarmál.
Tvö trúnaðarmál rædd og fært til bókar í trúnaðarmálabók félagsmálanefndar.
3. Stefna Ísafjarðarbæjar í félags- og velferðarmálum. 2007-12-0001.
Lögð fram endurskoðuð stefna Ísafjarðarbæjar í félags- og velferðarmálum, sem félagsmálanefnd samþykkir samhljóma með áorðnum breytingum.
Félagsmálanefnd felur starfsmönnum að kynna stefnuna.
Félagsmálanefnd leggur til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar, að samþykkja stefnu Ísafjarðarbæjar í félags- og velferðarmálum.
4. Starfsmarkmið vegna stefnu Ísafjarðarbæjar í félags- og velferðarmálum. 2007-12-0001.
Lögð fram til kynningar drög að starfsmarkmiðum félagsmálanefndar vegna stefnu Ísafjarðarbæjar í félag- og velferðarmálum fyrir árið 2011.
5. Sérstakar húsaleigubætur. 2009-01-0072.
Lagðar fram tillögur að nýjum reglum um sérstakar húsaleigubætur.
Félagsmálanefnd samþykkir fyrir sitt leyti nýjar reglur um sérstakar húsaleigubætur og leggur til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar að reglurnar verði samþykktar.
Reglurnar skuli endurskoðaðar að sex mánuðum liðnum.
6. Fjárhagsaðstoð.
Lagt fram til kynningar erindi frá Guðbjarti Hannessyni, velferðarráðherra, þar sem þeim tilmælum er beint til sveitarstjórna, að þær tryggi að einstaklingar hafi að lágmarki sambærilega fjárhæð og atvinnuleysisbætur, til framfærslu á mánuði.
Félagsmálanefnd samþykkir að bíða með frekari umfjöllun erindisins þar til Samband íslenskra sveitarfélaga hefur tekið afstöðu til málsins.
7. Endurhæfing fyrir ellilífeyrisþega og öryrkja. 2010-12-0069.
Lagt fram erindi frá Sigurveigu Gunnarsdóttur, deildarstjóra endurhæfingardeildar Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, dagsett 6. janúar 2011, þar sem hún óskar eftir endurskoðun á þeirri ákvörðun Ísafjarðarbæjar að hætta að endurgreiða endurhæfingu fyrir ellilífeyrisþega og öryrkja frá og með 1. janúar 2011.
Félagsmálanefnd getur ekki orðið við erindinu í ljósi erfiðrar fjárhagsstöðu sveitarfélagsins. Félagsmálanefnd tekur hins vegar vel í beiðni Sigurveigar, um að samningurinn verði framlengdur og samþykkir að hann gildi til 1. mars n.k. og að viðkomandi einstaklingum verði tilkynnt um breytinguna fyrir þann tíma.
8. Önnur mál.
a) Öryrkjabandalag Íslands. 2011-01-0056.
Lögð fram til kynningar skýrsla Húsnæðisnefndar Öryrkjabandalags Íslands, um húsnæðismál fatlaðra/öryrkja.
b) Yfirfærsla á málefnum fatlaðra.
Margrét Geirsdóttir greindi frá stöðu mála vegna yfirfærslu á málefnum fatlaðra.
c) Ályktun um sameiginlega félagþjónustu sveitarfélaga á norðanverðum Vestfjörðum.
Félagsmálanefnd Ísafjarðarbæjar harmar að ekki skuli hafa náðst samkomulag milli sveitarfélaga á norðanverðum Vestfjörðum, um sameiginlega félagsþjónustu. Slíkt samstarf hefði skilað sér í bættri þjónustu og hagkvæmari rekstri, þar sem um veruleg samlegðaráhrif væri að ræða, ekki síst í kjölfar yfirfærslu á málefnum fatlaðra til sveitarfélaga.
Nefndin skorar á forsvarsmenn þessara sveitarfélaga að beita sér fyrir auknu samstarfi í félagsþjónustu með það að markmiði að bæta þjónustu og starfsemi á hverjum stað. Sú samvinna þarf að byggja á gagnkvæmri virðingu og trausti allra aðila.
Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 18:10.
Guðfinna M. Hreiðarsdóttir, formaður
Sturla Páll Sturluson
Reynir Sigurðsson
Rannveig Þorvaldsdóttir
Ragnhildur Sigurðardóttir
Sædís María Jónatansdóttir
Anna V. Einarsdóttir
Margrét Geirsdóttir