Félagsmálanefnd - 347. fundur - 19. október 2010

Mætt voru: Guðfinna Hreiðarsdóttir formaður, Gunnar Þórðarson, Jón Reynir Sigurðsson, Ragnhildur Sigurðardóttir og Rannveig Þorvaldsdóttir. Jafnframt sátu fundinn Margrét Geirsdóttir forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu og Sædís María Jónatansdóttir, starfsmaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar. 


Margrét Geirsdóttir ritaði fundargerð.



Þetta var gert:



1. Trúnaðarmál.


Tvö trúnaðarmál rædd og færð til bókar í trúnaðarmálabók félagsmálanefndar.



2. Forvarnarstefna Ísafjarðarbæjar. 2008-03-0032


Lögð fram tillaga Margrétar Halldórsdóttur forvarnarfulltrúa Ísafjarðarbæjar að dagskrá fyrirhugaðs íbúaþings vegna nýrrar forvarnarstefnu fyrir Ísafjarðarbæ. Margrét leggur til að íbúaþingið verði haldið fimmtudaginn 11. nóvember n.k. frá kl. 16-21. Félagsmálanefnd samþykkir tillögurnar fyrir sitt leyti með þeim fyrirvara að lögð verði kostnaðaráætlun fyrir formann félagsmálanefndar og málið unnið í samvinnu við hann.



3. Skipurit Skóla- og fjölskylduskrifstofu. 


Margrét Geirsdóttir forstöðumaður Skóla-og fjölskylduskrifstofu lagði fram greinargerð er greinir frá þörf fyrir nýtt stöðugildi félagsráðgjafa við Skóla- og fjölskylduskrifstofu. Félagsmálanefnd tekur ekki afstöðu til málsins að svo komnu máli en vill skoða stöðuna eftir að málaflokkur fatlaðra hefur flust yfir til sveitarfélagins, með tilliti til samlegðaráhrifa, eða í byrjun ársins 2011.


 


4. Kvennaathvarf. 2009-10-0060



Lögð fram fyrirspurn frá Kvennaathvarfi þar sem vísað er til bókunar frá  félagsmálanefnd þann 10. nóvember 2009.   Þá var tekið fyrir erindi frá Kvennaathvarfi þar sem óskað var eftir rekstrarstyrk fyrir árið 2010 að upphæð kr. 300.000,-.  Félagsmálanefnd samþykkir að veita Kvennaathvarfi styrk að upphæð kr. 30.000,-.



5. Þjónustuhópur aldraðra. 2007-03-0053


Fundi þjónustuhópsins var frestað til næstu viku og verður fundargerðin lögð fyrir næsta fund félagsmálanefndar.



6. Þróun vímuefnaneyslu ungmenna í 10. bekk á Íslandi.


Lagt fram til kynningar línurit unnið af Rannsóknum og greiningu, er sýnir þróun vímuefnaneyslu meðal 10. bekkinga á Íslandi 1998-2010. Jafnframt lagt fram bréf frá Sigríði Kristínu Hrafnkelsdóttur frá Rannsóknum og greiningu þar sem fjallað er um Forvarnardaginn 2010 er haldinn verður miðvikudaginn 3. nóvember n.k.



7. Fréttabréf FÁÍA.


Lagt fram til kynningar fréttabréf Félags áhugafólks um íþróttir aldraðra fyrir október 2010.



8. Önnur mál.


Engin önnur mál.





Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 17:30.





Guðfinna M. Hreiðarsdóttir, formaður.


Jón Reynir Sigurðsson.       


Rannveig Þorvaldsdóttir.      


Gunnar Þórðarson.        


Ragnhildur Sigurðardóttir.


Sædís María Jónatansdóttir.       


Anna Valgerður Einarsdóttir.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?