Félagsmálanefnd - 344. fundur - 7. september 2010
Mætt voru: Guðfinna Hreiðarsdóttir, formaður, Jón Reynir Sigurðsson, Ragnhildur Sigurðardóttir, Gunnar Þórðarson og Rannveig Þorvaldsdóttir. Jafnframt sátu fundinn Margrét Geirsdóttir, forstöðumaður Skóla-og fjölskylduskrifstofu, Anna Valgerður Einarsdóttir og Sædís María Jónatansdóttir, starfsmenn Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar. Sædís María Jónatansdóttir ritaði fundargerð.
Þetta var gert:
1. Trúnaðarmál.
Fjögur trúnaðarmál rædd og færð til bókar í trúnaðarmálabók félagsmálanefndar.
2. Stefna Ísafjarðarbæjar í félags- og velferðarmálum. 2007-12-0001
Rætt um ,,Stefnu Ísafjarðarbæjar í félag- og velferðarmálum? er mörkuð var og samþykk árið 2009. Einnig rætt um starfsmarkmið félagsmálanefndar fyrir árið 2010.
Ákveðið að taka stefnuna og starfsmarkmiðin til frekari umræðu þann 5. október n.k.
3. Sérstakar húsaleigubætur. 2007-01-00072
Rætt um sérstakar húsaleigubætur og samþykkt að taka til endurskoðunar reglur og viðmið um sérstakar húsaleigubætur, samkvæmt starfsmarkmiðum félagsmálanefndar fyrir árið 2010. Starfsmönnum falið að gera breytingar á reglunum í samræmi við umræður á fundinum og koma með drög að endurskoðuðum reglum til næsta fundar.
4. Landsfundur jafnréttisnefnda sveitarfélaga.
Landsfundur jafnréttisnefnda sveitarfélaga verður haldinn á Akureyri 10.-11. september n.k. Jafnframt heldur Jafnréttisstofa upp á tíu ára afmæli sitt samhliða fundinum.
Fulltrúar Ísafjarðarbæjar á fundinum verða Rannveig Þorvaldsdóttir og Sædís María Jónatansdóttir. Varamaður er Ragnhildur Sigurðardóttir.
5. Alþjóðlegi jafnréttisskólinn.
Lagt fram til kynningar tölvubréf frá Hugrúnu R. Hjaltadóttur hjá Jafnréttisstofu, þar sem kynnt er námskeið Alþjóðlega jafnréttisháskólans um kynjaða hagstjórn og fjárlagagerð.
6. Framkvæmdasjóður aldraðra. 2010-02-0010
Rætt um styrkúthlutanir Framkvæmdasjóðs aldraðra til Ísafjarðarbæjar.
7. ADHD samtökin, vitundarvika. 2010-07-0009
Lagt fram til kynningar bréf frá ADHD samtökunum, þar sem minnt er á vitundarviku samtakanna sem haldin verður 20.-24. september n.k.
Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 17:40.
Guðfinna M. Hreiðarsdóttir, formaður.
Jón Reynir Sigurðsson.
Rannveig Þorvaldsdóttir.
Gunnar Þórðarson.
Ragnhildur Sigurðardóttir.
Sædís María Jónatansdóttir.
Margrét Geirsdóttir.