Félagsmálanefnd - 333. fundur - 10. nóvember 2009

Mætt voru: Gísli H. Halldórsson, formaður, Hrefna R. Magnúsdóttir, Helga Björk Jóhannsdóttir, Inga S. Ólafsdóttir og Elín Halldóra Friðriksdóttir. Jafnframt sátu fundinn Margrét Geirsdóttir, forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu, Anna V. Einarsdóttir og Guðný Steingrímsdóttir, starfsmenn Skóla- og fjölskylduskrifstofu.


Guðný Steingrímsdóttir ritaði fundargerð.


 


Þetta var gert:



1. Stefnumótun félagsmálanefndar. 2007-12-0001.


Rætt um starfsmarkmið í stefnumótun félags- og velferðarmála. Starfsmönnum falið að vinna í málinu fyrir næsta fund félagsmálanefndar.



2. Þjónusta við aldraða.  2009-06-0001.


Rætt um þjónustu við aldraða. Verið er að vinna að kostnaðaráætlun varðandi nokkra þætti þjónustunnar. Ræddar ýmsar hugmyndir um framtíðarskipan mála. Félagsmálanefnd óskar eftir umsögn frá Þjónustuhópi aldraðra um þá vinnu við endurskoðun á þjónustu við aldraða í Ísafjarðarbæ sem stendur fyrir dyrum. Umræðu haldið áfram á næsta fundi félagsmálanefndar.



3. Sérstakar húsaleigubætur.


Umræða um sérstakar húsaleigubætur hjá Ísafjarðarbæ. Starfsmönnum falið að leggja mat á fyrirkomulagið í Kópavogi og bera saman við núverandi fyrirkomulag og reglur. Umræðu haldið áfram á næsta fundi félagsmálanefndar.



4. Starfsendurhæfing Vestfjarða.  2009-10-0042.


Lögð fram greinargerð Hörpu Kristjánsdóttur, forstöðumanns Starfsendurhæfingar Vestfjarða, þar sem óskað er eftir styrk til niðurgreiðslu bensínkostnaðar fyrir þá skjólstæðinga sem búa utan þéttbýlis. Félagsmálanefnd tekur jákvætt undir erindið og mun vinna það frekar fyrir gerð fjárhagsáætlunar. Starfsmönnum falið að boða forstöðumann Starfsendurhæfingar til næsta fundar félagsmálanefndar.



5. Rannsókn og greining. 


Lagðar fram til kynningar niðurstöður rannsóknarinnar Ungt fólk 2009 í 5. til 10. bekk um æskulýðsrannsóknir meðal nemenda í grunn- og framhaldsskólum landsins. Forstöðumanni Skóla- og fjölskylduskrifstofu falið að kanna möguleika þess að kaupa niðurstöður sem snúa að Ísafjarðarbæ.



6. Kvennaathvarf.  2009-10-0060.


Lagt fram bréf frá Þórlaugu R. Jónsdóttur, rekstrarstjóra Kvennaathvarfs, dags. í október 2009 þar sem óskað er eftir kr. 300.000,- rekstrarstyrk fyrir komandi starfsár.  Umsókninni fylgir fjárhagsáætlun fyrir árið 2010. Félagsmálanefnd Ísafjarðarbæjar mun taka ákvörðun um erindið í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2010.



7. Trúnaðarmál.


Fimm trúnaðarmál rædd og færð til bókar í trúnaðarmálamöppu félagsmálanefndar.





Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 19:19.


Gísli H. Halldórsson, formaður.


Elín Halldóra Friðriksdóttir.                                              


Helga Björk Jóhannsdóttir.


Hrefna R. Magnúsdóttir.                                                     


Inga S. Ólafsdóttir.                                                     


Guðný Steingrímsdóttir.                                         


Anna Valgerður Einarsdóttir.                      


Margrét Geirsdóttir.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?