Félagsmálanefnd - 311. fundur - 6. maí 2008
Mætt voru: Gísli H. Halldórsson, formaður, Rannveig Þorvaldsdóttir, Ásthildur Gestsdóttir og Elín Halldóra Friðriksdóttir. Hrefna R. Magnúsdóttir boðaði forföll og í hennar stað mætti Kristín Oddsdóttir. Jafnframt sátu fundinn Anna V. Einarsdóttir, Guðný Steingrímsdóttir og Sædís María Jónatansdóttir, starfsmenn Skóla- og fjölskylduskrifstofu. Sædís María Jónatansdóttir ritaði fundargerð.
Þetta var gert:
1. Trúnaðarmál
Trúnaðarmál rædd og færð til bókar í trúnaðarmálamöppu félagsmálanefndar.
2. Stofnun Starfsendurhæfingar Vestfjarða. 2008-04-0098
Lagt fram bréf frá Sigrúnu Sigurðardóttur, hjúkrunarfræðingi M. Sc., dags. 12. apríl s.l. þar sem greint er frá undirbúningi að stofnun Starfsendurhæfingar Vestfjarða. Fram kemur í bréfinu að óskað sé eftir þátttöku Ísafjarðarbæjar í undirbúningsvinnu að stofnun Starfsendurhæfingarinnar og að jafnframt hafi verið leitað til annarra hagsmunaaðila á Vestfjörðum. Félagsmálanefnd Ísafjarðarbæjar lýsir yfir áhuga á að taka þátt í undirbúningsvinnu að stofnun Starfsendurhæfingarinnar fyrir hönd bæjarins.
3. Aðstaða fyrir heimahjúkrun á Hlíf I. 2008-04-0097
Lagt fram bréf frá Þresti Óskarssyni, forstjóra Heilbrigðisstofnunarinnar Ísafjarðarbæ, dags. 22. apríl s.l. þar sem Heilbrigðisstofnunin óskar eftir afnotum af gestaherbergi á Hlíf I jarðhæð til nota fyrir heimahjúkrun. Félagsmálanefnd Ísafjarðarbæjar telur rétt að Heilbrigðisstofnunin fái leigt umrætt gestaherbergi á Hlíf I.
4. Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar. 2006-03-0038
Rætt um aðalskipulag Ísafjarðarbæjar og samin svör við spurningum umhverfisnefndar vegna aðalskipulagsvinnu og starfsmanni falið að skila þeim inn til Tæknideildar Ísafjarðarbæjar.
5. Stefnumótun félagsmálanefndar. 2007-12-0001
Unnið að stefnumótun félagsmálanefndar Ísafjarðarbæjar.
Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 17:55.
Gísli H. Halldórsson, formaður.
Elín Halldóra Friðriksdóttir.
Rannveig Þorvaldsdóttir.
Kristín Oddsdóttir.
Ásthildur Gestsdóttir.
Anna Valgerður Einarsdóttir, ráðgjafi.
Sædís María Jónatansdóttir,ráðgjafi.
Guðný Steingrímsdóttir,félagsráðgjafi.