Félagsmálanefnd - 310. fundur - 29. apríl 2008

Mætt voru: Gísli H. Halldórsson, formaður, Rannveig Þorvaldsdóttir, Ásthildur Gestsdóttir, og Hrefna R. Magnúsdóttir. Elín Halldóra Friðriksdóttir boðaði forföll og í hennar stað mætti Rósamunda J. Baldursdóttir. Jafnframt sátu fundinn Sædís María Jónatansdóttir og Anna V. Einarsdóttir, starfsmenn Skóla- og fjölskylduskrifstofu. Sædís María Jónatansdóttir ritaði fundargerð.



Þetta var gert:





1. Trúnaðarmál.


Trúnaðarmál rædd og færð til bókar í trúnaðarmálamöppu félagsmálanefndar.



2. Bygging hjúkrunarheimilis.


Rætt um byggingu hjúkrunarheimilis. Mikil grunnvinna hefur átt sér stað í þjónustuhópi aldraðra s.l. eitt ár. Frekari upplýsinga er að vænta úr þeirri vinnu á allra næstu dögum og mun félagsmálanefnd álykta um málið í framhaldi af því.



3. Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar.


Rætt um aðalskipulag Ísafjarðarbæjar, frekari umræðu frestað til næsta almenna fundar félagsmálanefndar.



4. Stefnumótun félagsmálanefndar. 2007-12-0001.


Umræðu frestað til næsta almenna fundar félagsmálanefndar.



5. Önnur mál.


Hækkun á húsaleigubótum vegna breytinga á reglugerð nr. 118/2003


Lögð fram til kynningar áætlun um kostnað vegna hækkunar húsaleigubóta vegna breytingar á reglugerð nr. 118/2003 sem tók gildi þann 1. apríl 2008.


Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 18:40.





Gísli H. Halldórsson, formaður.


Rósamunda Jóna Baldursdóttir.


Rannveig Þorvaldsdóttir.


Hrefna R. Magnúsdóttir.


Ásthildur Gestsdóttir.


Anna Valgerður Einarsdóttir, ráðgjafi.


Sædís María Jónatansdóttir, ráðgjafi.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?