Félagsmálanefnd - 298. fundur - 4. desember 2007
Mætt voru: Gísli H. Halldórsson, formaður, Hrefna R. Magnúsdóttir, Rannveig Þorvaldsdóttir, Ásthildur Gestsdóttir og Elín Halldóra Friðriksdóttir. Jafnframt sátu fundinn Anna Valgerður Einarsdóttir og Sædís María Jónatansdóttir, starfsmenn Skóla- og fjölskylduskrifstofu.
Sædís María Jónatansdóttir ritaði fundargerð.
Þetta var gert:
1. Trúnaðarmál.
Trúnaðarmál rædd og færð til bókar í trúnaðarmálamöppu félagsmálanefndar.
2. Húsaleigubætur, áætlun um heildargreiðslu húsaleigubóta 2007.
Lögð fram til kynningar áætlun um heildargreiðslu húsaleigubóta 2007 sem send var jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Í áætluninni kemur fram fjöldi bótaþega og áætlaðar bótagreiðslur ársins 2007.
3. Beiðni Stígamóta um fjárframlag. 2007-11-0072
Lagt fram bréf frá Stígamótum, dags. 15. nóvember s.l. þar sem óskað er eftir fjárframlagi frá sveitarfélögum fyrir n.k. rekstrarár samtakanna. Bréfinu fylgir fjárhagsáætlun Stigamóta fyrir árið 2008 og kynningarbæklingur. Félagsmálanefnd Ísafjarðarbæjar frestar erindinu til næsta almenna fundar nefndarinnar.
4. Öryggi barna í bílum. 2007-09-0114
Lagt fram bréf frá Sjóvá-Forvarnarhúsi, Slysavarnafélaginu Landsbjörgu og Umferðarstofu þar sem kynntar eru niðurstöður könnunar á öryggi barna í bílum, sem gerð var í apríl s.l. Lagt fram til kynningar veggspjald sem sýnir niðurstöður könnunarinnar.
5. 9. norræna lýðheilsuráðstefnan.
Lagt fram bréf dags. 25. sept. s.l. frá Bryndísi Kristjánsdóttur, fulltrúa Lýðheilsustöðvar í undirbúningshópi 9. norrænu lýðheilsuráðstefnunnar. Ráðstefnan verður haldin í Östersund í Svíþjóð dagana 10.-13. júní 2008. Einnig lagður fram kynningarbæklingur ráðstefnunnar.
6. Kraftur.
Lagt fram til kynningar 2. tbl. Krafts 2007, stuðningsfélags fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur.
7. Önnur mál.
A. Þjónustudeildin á Hlíf. Rætt um þjónustudeildina á Hlíf. Engin ákvörðun hefur verið tekin um lokun þjónustudeildarinnar. Unnið er í Þjónustuhópi aldraðra að eflingu og samþættingu heimaþjónustu og heimahjúkrunar. Jafnframt mun félagsmálanefnd fjalla um búsetuúrræði aldraðra í stefnumótunarvinnu sem fram fer í vetur. Reikna má með að línur verði orðnar skýrar í vor.
B. Stefnumótun félagsmálanefndar. 2007-12-0001. Lögð fram greinargerð starfsmanns þar sem fjallað er um mótun nýrrar félagsmálastefnu fyrir Ísafjaðarbæ. Sú félagsmálastefna getur síðar ásamt öðrum stefnum málaflokka s.s. grunnskólastefnu, leikskólastefnu og stefnu um íþrótta- og tómstundamál, svo dæmi séu nefnd, lagt grunninn að fjölskyldu- eða samfélagsstefnu Ísafjarðarbæjar. Í stefnunni verða sett fram leiðarljós, markmið og leiðir í eftirtöldum efnisþáttum: Félagsleg ráðgjöf, fjárhagsaðstoð, málefni barna og ungmenna, búsetuþjónusta, húsnæðismál, forvarnir og lífsgleði og heilsa.
Félagsmálanefnd Ísafjarðarbæjar óskar eftir samþykki bæjarstjórnar fyrir því að stefnan samanstandi af ofangreindum efnisflokkum.
Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 17:40.
Gísli H. Halldórsson, formaður.
Elín Halldóra Friðriksdóttir.
Rannveig Þorvaldsdóttir.
Hrefna R. Magnúsdóttir.
Ásthildur Gestsdóttir.
Sædís María Jónatansdóttir, ráðgjafi á Skóla- og fjölskylduskrifstofu.
Anna Valgerður Einarsdóttir, ráðgjafi á Skóla- og fjölskylduskrifstofu.