Félagsmálanefnd - 287. fundur - 19. júní 2007

Mætt voru: Gísli H. Halldórsson, formaður, Hrefna R. Magnúsdóttir, Rannveig Þorvaldsdóttir, Ásthildur Gestsdóttir og Elín Halldóra Friðriksdóttir.  Jafnframt sátu fundinn Ingibjörg María Guðmundsdóttir, forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar og Margrét Geirsdóttir, starfsmaður skrifstofunnar.


Ingibjörg María Guðmundsdóttir ritaði fundargerð.


 


Þetta var gert:


1. Trúnaðarmál. 


Trúnaðarmál rædd og færð til bókar í trúnaðarmálamöppu félagsmálanefndar.



2. Jafnréttisgátlistinn.    2007-06-0024.


Lagt fram bréf, áframsent frá fundi bæjarráðs þann 11. júní 2007, frá forsætisráðuneytinu dags. 5. júní 2007, þar sem kynntur er jafnréttisgátlistinn.  Hann er leiðbeinandi spurningalisti sem ætlaður er öllum þeim sem koma að opinberri stefnumótun. 


Lagt fram til kynningar.



3. Ársskýrsla Samtaka um kvennaathvarf.


Lögð fram til kynningar ársskýrsla 2006 frá Samtökum um kvennaathvarf.



4. Reglur Ísafjarðarbæjar um veitingu fjárhagsaðstoðar.


Fram haldið vinnu nefndarinnar við gerð nýrra reglna um veitingu fjárhagsaðstoðar í Ísafjarðarbæ.



5. Önnur mál.


A. Lagt fram bréf, áframsent frá fundi bæjarráðs þann 11. júní 2007, frá Brunabót dags. 6. júní 2007, þar sem minnt er á úthlutun úr styrktarsjóði EBÍ fyrir árið 2007 og óskað er eftir tillögum um umsóknir.  


Félagsmálanefnd leggur til við bæjarráðs að sótt verði um styrk í verkefni tengd samveru fjölskyldunnar s.s. göngukort af umhverfi Ísafjarðarbæjar, sem gæti orðið til aukinna samverustunda fjölskyldunnar og auka þekkingu á nánasta umhverfi.


B. Fundargerð Stjórnar Húsfélagsins á Hlíf II frá 7. júní 2007 kynnt. Þar kemur fram að fermetragjald til greiðslu í hússjóð fari úr 30 kr/fm. í 35 kr/fm. Um leið hefur fm fjöldi Ísafjarðarbæjar breyst.


Lagt fram til kynningar.  


 


Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 18:20.


Gísli H. Halldórsson, formaður.


Elín Halldóra Friðriksdóttir.      


Rannveig Þorvaldsdóttir. 


Hrefna R. Magnúsdóttir.    


Ásthildur Gestsdóttir.         


Margrét Geirsdóttir, Skóla- og fjölsk.skr.     


Ingibjörg María Guðmundsdóttir, yfirm. Skóla- og fjölskylduskrifstofu.





Er hægt að bæta efnið á síðunni?