Félagsmálanefnd - 279. fundur - 6. febrúar 2007
Mætt voru: Gísli H. Halldórsson, formaður, Hrefna R. Magnúsdóttir, Rannveig Þorvaldsdóttir, Ásthildur Gestsdóttir og Elín Halldóra Friðriksdóttir. Jafnframt sat fundinn Ingibjörg María Guðmundsdóttir, yfirmaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar.
Ingibjörg María Guðmundsdóttir ritaði fundargerð.
Þetta var gert:
1. Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar. 2006-03-0038
Teknir fyrir minnispunktar frá nefndarfulltrúum um markmið og stefnu vegna aðalskipulags.
Félagsmálanefnd frestar umfjöllun til næsta fundar.
2. Reglugerð um takmarkanir á tóbaksreykingum. 2007-01-0076
Lagt fram bréf frá félagsmálanefnd Alþingis, dagsett 22. janúar s.l., þar sem óskað er eftir umsögn Ísafjarðarbæjar, um reglugerð um takmarkanir á tóbaksreykingum og reglugerð um smásölu tóbaks.
Félagsmálanefnd gerir athugasemd við reykingabann á svölum hjúkrunar- og dvalarheimila. Nefndin gerir einnig athugasemd við 4. og 6.mgr. 2.gr. reglu-gerðarinnar og telur að reglugerðin eigi að leyfa afdrep fyrir reykingar í fangelsum og hjúkrunar- og dvalarheimilum.
3. Önnur mál.
a. Styrkur Ísafjarðarbæjar til reksturs miðstöðvar fyrir fólk er býr við skert lífsgæði. 2006-11-0068.
Upplýst um afgreiðslu bæjarstjórnar 1. febrúar s.l., þar sem samþykkt var að greiða kr. 50.000.- á mánuði í leigukostnað í 11,5 mánuði árið 2007.
b. Sérstakar húsaleigubætur. 2007-01-0072.
Lögð fram tilkynning sem sett var á vef Ísafjarðarbæjar í dag vegna sérstakra húsaleigubóta.
Fleira ekki gert, fundargerð upp lesin og samþykkt, fundi slitið kl. 17:10.
Gísli H. Halldórsson, formaður.
Elín Halldóra Friðriksdóttir.
Rannveig Þorvaldsdóttir.
Hrefna R. Magnúsdóttir.
Ásthildur Gestsdóttir.
Ingibjörg María Guðmundsdóttir, forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu.