Byggingarnefnd - 16. fundur - 10. október 2006

Mættir eru Þorsteinn Jóhannesson, Jóna Benediktsdóttir, Skarphéðinn Jónsson, Sigríður L. Gunnlaugsdóttir og Jóhann Birkir Helgason, er jafnframt ritaði fundargerð.


Þetta var gert:



1. Skólastofur á 2. hæð við Austurveg 9, Ísafirði.


Farin skoðunarferð um skólastofur á 2. hæð við Austurveg 9 á Ísafirði (sundhöllin).  Jafnframt lagt fram yfirlit yfir kostnað við skólastofurnar sem er komin í kr. 20.296.476.-.  Enn á eftir að setja upp lyftu, skv. verksamningi mun hún verða sett upp 23. októbern.k.  Gert er ráð fyrir að heildarkostnaður við verkið verði kr. 23.166.476.-.  Kostnaðaráætlun verkkaupa hljóði upp á kr. 20.806.445.-. 


Skólastjórnendur óska eftir að nýta herbergi á 3. hæð hússins fyrir sérkennslu.



2. Skólalóð við Austurveg 2, Ísafirði.


Farin skoðunarferð um skólalóðina við Austurveg 2 á Ísafirði (kaupfélagshúsið).  Kostnaður liggur ekki fyrir.


Skólastjórnendur lýsa yfir ánægju með skólalóðina.


Tæknideild falið að áætla kostnað við lýsingu lóðarinnar og leggja fyrir nefndarmenn.



3. Framkvæmdir við viðbyggingu GÍ.


Skoðaðar framkvæmdir við viðbyggingu Grunnskólans á Ísafirði, sem eru á áætlun og innan kostnaðarramma.



4. Breyting á umferð í nágrenni Grunnskólans á Ísafirði.


Tekið fyrir erindi bæjarstjórnar þar sem vísað var aftur til byggingarnefndar tillögu nefndarinnar um almenningsakstur.


Byggingarnefnd ítrekar fyrri tillögu sína til umhverfisnefndar um að Austurvegi frá Norðurvegi að innkeyrslu bílastæðis tónlistarskólans og Aðalstræti frá Oddfellowshúsinu verði lokað á skólatíma enda lítur byggingarnefndin svo á að Austurvegur ofan sundhallar sé skólalóð.


Lagt er til að bæjaryfirvöld semji við forsvarsmann strætisvagna um að strætisvagnar stansi fyrir nemendur á Norðurvegi kl. 8:00 og 13:10.  Æskilegt er að lögregla fylgist með umferð um Norðuveg á umræddum tíma.



5. Önnur mál.


? Skólastjóri upplýsir að símamál skólans séu í ólagi.  Talið er að bilunina megi rekja til niðurrifs á gamla barnaskólanum.


Tæknideild falið að fylgja málinu eftir.


? Ekki hefur ennþá fundist lausn á húsnæðismálum danskennslu.


Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 17:30.


Þorsteinn Jóhannesson.     


Jóna Benediktsdóttir.


Skarphéðinn Jónsson.     


Sigríður L. Gunnlaugsdóttir.    


Jóhann Birkir Helgason.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?