Byggingarnefnd - 11. fundur - 15. desember 2005

Árið 2005, fimmtudaginn 15. desember kl. 14:00 kom byggingarnefnd framtíðarhúsnæðis Grunnskólans á Ísafirði saman til fundar á tæknideild Ísafjarðarbæjar í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.. Mættir eru Kristján Kristjánsson, Svanlaug Guðnadóttir, Jóna Benediktsdóttir, Skarphéðinn Jónsson og Jóhann Birkir Helgason, er jafnframt ritaði fundargerð.

Þetta var gert:


1. Bráðabirgðastofur fyrir nemendur sem nú eru í gamla barnaskólanum.




    • Breyting á skólahúsnæði í Hnífsdal.



Lögð fram drög að kostnaðaráætlun við breytingar innanhúss, gert er ráð fyrir að lagfæra fjórar kennslustofur (hver stofa að stærð 40 ? 50 m² ) og endurnýja salerni. Samtals kostnður um 11,6 millj. Annar kostnaður er akstur barna í upphafi og lok skólatíma, sund, leikfimi og sérgreinar, akstur á mat o.fl. Áætlaður kostnaður við þetta er rúmlega 2 millj. ef miðað er við tvö ár.





    • Færanlegar skólastofur.



Kannað var með verð á einingahúsum, 77 m² hús kostar u.þ.b. 8,5 millj. auk uppsetningar og tengingar sem metin er á eina millj. fyrir hvert hús. Í hverju húsi er gert ráð fyrir kennslustofu, anddyri og salerni. Einnig var kannað hvort menntasvið Reykjavíkur leigði út álíka stofur en svo var ekki.


Byggingarnefnd gerir ráð fyrir óverulegum afföllum við endursölu.





    • 2. hæð í húsnæði Sundhallar við Austurveg.



Lögð fram drög að kostnaðaráætlun við breytingar á húsnæðinu, gert er ráð fyrir þremur kennslustofum (stærð á bilini 50 ? 65 m² ), setja upp salerni og neyðarútgang. Samtals kostnður um 19,2 millj.


Byggingarnefnd tekur fram að þessi bygging er ætluð fyrir félagsmiðstöð og mun því meginhluti þessarar fjárfestingar falla til hvort sem er.





    • Efri hæð á Skólagötu 10



Hugsanlegt að nota húsnæðið fyrir eina bekkjardeild. Áætlaður kostnaður er um 3,9 millj.





    • Aðrir möguleikar



Horfa skal til annarra möguleika sem rætt var um á fundinum.





Byggingarnefnd leggur til við bæjarráð að húsnæðið á 2. hæð í sundhöllinni verði breytt og að keyptar verði tvær færanlegar stofur. Nefndin bendir á að verulegt hagræði er af því að hafa skólastofurnar í nágenni við skólann.



2. Matsalur í Grunnskólanum á Ísafirði.




Um þessar mundir er nemendum skipt í fjóra hópa, skólastjórnendur telja það æskilegt að skipta nemendum í þrjá hópa. Hægt er að koma því við með því að rífa sviðið í salnum. Lögð fram drög að kostnaðaráætlun við að rífa niður sviðið. Samtals kostnaður um 7,3 millj.


Byggingarnefnd leggur til við bæjarráð að farið verði í þetta verk á næsta ári.


Nefndin leggur til að kostnaður við allar þessar framkvæmdir verði teknar af fjárfestingalið vegna nýbyggingar.


Alls er áætlaður kostnaður við þessar framkvæmdir 45,4 millj. Endursala á færanlegum stofum er ca. 14 millj. og framkvæmdir 2. hæð í sundhöllinni mun nýtast undir félagsmiðstöð.



Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 15:00


Kristján Kristjánsson. Jóna Benediktsdóttir.


Svanlaug Guðnadóttir. Skarphéðinn Jónsson.


Jóhann Birkir Helgason.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?