Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 96. fundur - 3. apríl 2008
Mættir voru: Kristjana Sigurðardóttir, formaður, Björn Jóhannesson, Kristrún Hermannsdóttir, Bryndís Friðgeirsdóttir og Barði Ingibjartsson. Að auki sátu fundinn Margrét Geirsdóttir, forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu, sem og Anna Valgerður Einarsdóttir, Guðný Steingrímsdóttir og Sædís M. Jónatansdóttir, starfsmenn Skóla- og fjölskylduskrifstofu. Fundarritari: Anna V. Einarsdóttir.
1. Trúnaðarmál.
Trúnaðarmál rædd og færð til bókar í trúnaðarmálabók barnaverndarnefndar.
2. Barnasáttmálinn. 2008-03-0025.
Lagt fram til kynningar bréf frá UNICEF Ísland þar sem greint er frá því að UNICEF Ísland hafi gefið út bók um Barnasáttmála Sameinuðuþjóðanna í ritstjórn Þórhildar Líndal.
3. Sískráning barnaverndarmála í febrúar og mars 2008.
Lagt fram til kynningar yfirlit um sískráningu barnaverndarmála í febrúar og mars 2008. Í febrúar voru 20 tilkynningar til barnaverndarnefndar á norðanverðum Vestfjörðum. Í mars voru tilkynningarnar sjö.
4. Staða barnaverndarmála.
Lagt fram til kynningar yfirlit barnaverndarmála fyrir árið 2007. Heildarfjöldi tilkynninga til barnaverndarnefndar á norðanverðum Vestfjörðum árið 2007 var 163 um 117 börn.
5. Önnur mál.
Fimmta ráðstefna Norræna félagsins gegn illri meðferð á börnum verður í Reykjavík
18. - 21. maí nk.
Barnaverndarnefnd samþykkir að senda starfsmann nefndarinnar á ráðstefnuna.
Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 12:30.
Kristjana Sigurðardóttir, formaður.
Björn Jóhannesson.
Barði Ingibjartsson.
Bryndís Friðgeirsdóttir.
Kristrún Hermannsdóttir.
Margrét Geirsdóttir.
Anna Valgerður Einarsdóttir.
Sædís M. Jónatansdóttir.
Guðný Steingrímsdóttir.