Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 84. fundur - 21. júní 2007
Mættir voru: Laufey Jónsdóttir, formaður, Kristrún Hermannsdóttir, Barði Ingibjartsson, Kristjana Sigurðardóttir og Bryndís Friðgeirsdóttir.
Auk þess sátu fundinn Ingibjörg María Guðmundsdóttir, yfirmaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu og Júlía Sæmundsdóttir, starfsmaður á Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar.
Fundarritari: Júlía Sæmundsdóttir.
1. Trúnaðarmál.
Trúnaðarmál rædd og færð til bókar í trúnaðarmálabók barnaverndarnefndar.
2. Kynning á vinnslu barnaverndarmála á vegum nefndarinnar.
Farið yfir fjölda tilkynninga og eðli þeirra. Tilkynningar í maí voru 12 um 10 börn. Flestar vörðuðu vanrækslu en aðrar voru um neyslu, áhættuhegðun og ofbeldi.
3. Önnur mál.
Kynnt tilnefning bæjarstjórnar á fulltrúa í nefndina í stað Laufeyjar Jónsdóttur. Í hennar stað kemur Birna Lárusdóttir frá og með 1. júlí n.k. og mun nefndin þá skipta með sér verkum á fyrsta fundi eftir 1. júlí í samræmi við erindisbréf nefndarinnar.
Barnaverndarnefnd fagnar Birnu í nefndina og þakkar Laufeyju fyrir samstarfið á liðnum árum.
Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl.11:25.
Laufey Jónsdóttir, formaður
Barði Ingibjartsson.
Kristjana Sigurðardóttir.
Bryndís Friðgeirsdóttir.
Kristrún Hermannsdóttir.
Ingibjörg María Guðmundsdóttir, yfirmaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu.
Júlía Sæmundsdóttir.