Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 66. fundur - 9. mars 2006


Mætt voru: Laufey Jónsdóttir, formaður, Björn Jóhannesson, Védís Geirsdóttir, Helga Sigurjónsdóttir og Þóra Hansdóttir. Auk þess sat fundinn Anna V. Einarsdóttir, starfmaður á Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar.   Fundarritari:  Anna V. Einarsdóttir.



 



1.      Trúnaðarmál.



Trúnaðarmál rædd og færð til bókar í trúnaðarmálabók barnaverndarnefndar.



 



2.      Sískráning fyrir febrúar 2006.   2006-02-0038.



Lagt fram til kynningar yfirlit yfir sískráningu barnaverndarmála á norðanverðum Vestfjörðum í janúar 2006.  Í mánuðinum komu 13 tilkynningar til barnaverndarnefndar á norðanverðum Vestfjörðum.



 



3.      Frumvarp til laga um um meðferð opinberra mála og almenn hegningarlög, brottvísun og heimsóknarbann.   2006-02-0138.



Barnaverndarnefnd samþykkir að senda Allsherjarnefnd Alþingis bréf þar sem að vísað er til umsagnar er nefndin sendi Allsherjarnefnd í desember 2003 og varðaði frumvarp sama efnis. 



 



4.      Forvarnir.



Hlynur Snorrason, verkefnisstjóri Vá- vest, mætti til fundar við nefndina til að kynna starfsemi Vá-vest og ræða forvarnarmál.  Formanni falið að boða til fundar formenn annarra nefnda á svæðinu sem koma að forvarnarmálum.



 



Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 11.30.



 



 



 



Laufey Jónsdóttir, formaður.



 



 



Björn Jóhannesson.                                                       Védís Geirsdóttir.        



 



 



Helga Sigurjónsdóttir.                                                   Þóra Hansdóttir.



.                                  



 



Anna V. Einarsdóttir.               



 



 



           



Er hægt að bæta efnið á síðunni?