Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 65. fundur - 9. febrúar 2006


Mætt voru: Laufey Jónsdóttir, formaður, Björn Jóhannesson, Védís Geirsdóttir, Helga Sigurjónsdóttir og Kristrún Hermannsdóttir. Auk þess sátu fundinn Ingibjörg María Guðmundsdóttir, Anna V. Einarsdóttir og Margrét Geirsdóttir, starfsmenn Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar.



Fundarritari:  Margrét Geirsdóttir.



 



1.  Trúnaðarmál.



Trúnaðarmál rædd og færð til bókar í trúnaðarmálabók barnaverndarnefndar.



 



2.      112 dagurinn.



Lögð fram til kynningar áætlun um símanúmerið 112, skipulag og aðgerðir á 112 deginum 2006, sem verður 11. febrúar nk.  Áætlun þessi var lögð fram á samráðsfundi í dómsmálaráðuneytinu 15. desember 2005. 



 



3.      Sískráning fyrir janúar 2006.   2006-02-0038.



Lagt fram til kynningar yfirlit yfir sískráningu barnaverndarmála á norðanverðum Vestfjörðum í janúar 2006.  Í mánuðinum komu 9 tilkynningar til barnaverndarnefndar á norðanverðum Vestfjörðum.



 



4.  Upplýsingaskýrslur barnaverndarnefndar á norðanverðum Vestfjörðum fyrir árið 2005. 



Lögð fram til kynningar skýrsla yfir meðferð barnaverndarmála á Skóla- og fjölskylduskrifstofu Ísafjarðarbæjar á árinu 2005. 



 



5.  Endurskoðun á umboði Barnaverndarnefndar á norðanverðum Vestfjörðum til starfsmanna og verklagsreglum í barnavernd. 



Rætt um hvernig til hafi tekist með umboðsreglur þær sem samþykktar voru síðastliðið haust og samþykkt var að endurskoðaðar yrðu nú í febrúar.   Í ljósi góðrar reynslu samþykkir Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum umboðsreglurnar óbreyttar.



Jafnframt var rætt um verklagsreglur í barnavernd og samþykktar breytingar á þeim í samræmi við tillögur þar að lútandi. 



 



Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl.  11:30.



 



 



Laufey Jónsdóttir, formaður.



 



Björn Jóhannesson.                                                       Védís Geirsdóttir.        



 



Helga Sigurjónsdóttir.                                                   Kristrún Hermannsdóttir.                                  



Ingibjörg María Guðmundsdóttir.                                  Anna V. Einarsdóttir.               



 



Margrét Geirsdóttir.     



Er hægt að bæta efnið á síðunni?