Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 64. fundur - 12. janúar 2006
Fundarritari: Margrét Geirsdóttir.
1. Trúnaðarmál.
Trúnaðarmál rædd og færð til bókar í trúnaðarmálabók barnaverndarnefndar.
2. Sískráning fyrir nóvember 2005. 2005-02-0022.
Lagt fram til kynningar yfirlit yfir sískráningu barnaverndarmála á norðanverðum Vestfjörðum í desember 2005. Í mánuðinum komu 14 tilkynningar til barnaverndarnefndar á norðanverðum Vestfjörðum.
3. Ársfjórðungsskýrsla Barnaverndarstofu. 2004-12-0033.
Lögð fram til kynningar skýrsla Barnaverndarstofu fyrir þriðja ársfjórðung 2005. Í skýrslunni hefur Barnaverndarstofa tekið saman upplýsingar um fjölda barnaverndartilkynninga á þriðja ársfjórðungi 2005.
4. Tilraunarverkefni Barnaverndarstofu. 2005-12-0038.
Lagt fram til kynningar bréf frá Barnaverndarstofu þar sem greint er frá tilraunaverkefni sem Barnaverndarstofa hefur ákveðið að hrinda í framkvæmd. Tilraunaverkefnið felst í notkun ASEBA spurningalista (The Acenbach System Empirically Based Assessment) þegar leggja á mat á þörf barna fyrir sérhæfð úrræði.
5. Handbók barnaverndarmála. 2004-02-0033.
Ingibjörg María Guðmundsdóttir kynnti stöðu mála í gerð handbókar en hún er á lokastigi. Drög að texta handbókarinnar verða nú send til kynningar og samþykktar til viðkomandi sveitarstjórna.
Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 11:02.
Laufey Jónsdóttir, formaður.
Guðni Geir Jóhannesson. Védís Geirsdóttir.
Helga Sigurjónsdóttir. Ingibjörg María Guðmundsdóttir.
Anna V. Einarsdóttir. Margrét Geirsdóttir.