Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 63. fundur - 7. desember 2005
Fundarritari: Anna Valgerður Einarsdóttir.
1. Trúnaðarmál.
Trúnaðarmál rædd og færð til bókar í trúnaðarmálabók barnaverndarnefndar.
2. Ársskýrsla barnaverndarnefndar/Barnaverndarstofu. 2003-05-0057.
Lögð fram skýrsla með samtölum ársins 2004 fyrir Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum. Skýrslan hefur verið send Barnaverndarstofu og munu upplýsingar úr henni fara í ársskýrslu Barnaverndarstofu.
Lagt fram til kynningar.
3. Sískráning fyrir nóvember 2005. 2005-02-0022.
Lagt fram yfirlit yfir sískráningu barnaverndarmála á norðanverðum Vestfjörðum í nóvember 2005. Í mánuðinum komu 23 tilkynningar til barnaverndarnefndar á norðanverðum Vestfjörðum.
Lagt fram til kynningar.
4. Handbók barnaverndarmála. 2004-02-0033.
Afhendingu handbókar frestað fram yfir jól.
Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 17:35.
Laufey Jónsdóttir, formaður.
Guðni Geir Jóhannesson. Þóra Hansdóttir.
Védís Geirsdóttir. Erna Stefánsdóttir.
Anna V. Einarsdóttir.
Ingibjörg María Guðmundsdóttir,
forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu.