Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 123. fundur - 10. janúar 2013
Dagskrá:
1. |
2012010059 - Trúnaðarmál. |
|
Lögð fram sjö trúnaðarmál. |
||
Trúnaðarmálin rædd og færð til bókar í trúnaðarmálabók barnaverndarnefndar á norðanverðum Vestfjörðum. |
||
|
||
2. |
2012090057 - Sískráning 2012. |
|
Lagt fram yfirlit yfir sískráningu í október til desember 2012. |
||
Lagt fram til kynningar og umræður. |
||
|
||
3. |
2011080017 - Barnaverndarstofa. - Ýmis erindi 2011-2012. |
|
Lagt fram bréf frá Barnaverndarstofu dags. 3. desember 2012, þar sem Barnaverndarstofa óskar eftir að fá send afrit af öllum úrskurðum og dómum, sem fallið hafa í barnaverndarmálum hjá nefndinni, frá og með 1. janúar 2010 og út árið 2012. Svar skal berast Barnaverndarstofu eigi síðar en 15. janúar 2013. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
4. |
2013010005 - Barnaverndarstofa. - Ýmis erindi 2013 |
|
Lagður fram tölvupóstur frá Barnaverndarstofu þar sem óskað er eftir upplýsingum um börn sem voru í fóstri á vegum nefndarinnar á árinu 2012. Óskað er eftir upplýsingum um nýja fóstursamninga á árinu, endurnýjaða fóstursamninga og fóstri sem lauk. Svar við erindinu óskast eigi síðar en 15. janúar nk. |
||
Lagt fram til kynningar. |
||
|
||
5. |
2013010005 - Barnaverndarstofa. - Ýmis erindi 2013. |
|
Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Barnaverndarstofu um breytt verkefni barnaverndarnefnda. Um síðustu áramót urðu breytingar á barnalögum, sem fela það m.a. í sér að barnaverndarnefndir hafa ekki lengur aðkomu að málum, sem tengjast umgengni. Eru barnaverndarnefndir skv. breyttum barnalögum ekki lengur umsagnaraðilar fyrir sýslumannsembættin þegar þau hafa til meðferðar mál, sem tengjast umgengni foreldris við barn. Einnig hefur barnaverndarnefnd skv. breyttum barnalögum ekki lengur eftirlit með umgengni, sem úrskurðað er um hjá sýslumanni eða innanríkisráðuneyti. |
||
Lagt fram til kynningar. |
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:10.
Rósa Helga Ingólfsdóttir
Hafdís Gunnarsdóttir
Sædís María Jónatansdóttir
Barði Ingibjartsson
Þóra Hansdóttir
Anna Valgerður Einarsdóttir
Harpa Stefánsdóttir