Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 122. fundur - 19. september 2012

Dagskrá:

 

1.

 2012010059 - Trúnaðarmál.

 

Engin trúnaðarmál lögð fram á fundinum.

   

 

   

2.

 2012090057 - Sískráning 2012.

 

Lagt fram yfirlit yfir sískráningu barnaverndartilkynninga í maí, júní, júlí og ágúst 2012. Í maí bárust barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum 13 tilkynningar, 8 í júní, 15 í júlí og 7 í ágúst.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

3.

 2003050057 - Ársskýrslur Barnaverndarnstofu.

 

Lagðar fram til kynningar Samtölur 2011, sem eru eins konar ársskýrsla sem skilað er frá barnaverndarnefndum til Barnaverndarstofu. Á árinu 2011 komu 147 tilkynningar til barnaverndarnefndar á norðanverðum Vestfjörðum.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

4.

 2003050057 - Ársskýrslur Barnaverndarnstofu.

 

Lögð fram til kynningar ársskýrsla Barnaverndarstofu fyrir árin 2008-2011.

 

Lagt fram til kynningar.

 

   

5.

 2012090064 - Barnaverndarmál 2012.

 

Lagt fram til kynningar vegna vinnslu barnaverndarmála frá janúar til ágúst 2012. Fyrstu átta mánuði ársins komu 108 tilkynningar til barnaverndarnefndar á norðanverðum Vestfjörðum.

 

Lagt fram til kynningar. 

 

   

6.

 2012090065 – Fjárhagsáætlun barnaverndar 2013.

 

Umræður um fjárhagsáætlun barnaverndarnefndar á norðanverðum Vestfjörðum fyrir árið 2013.

 

Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum leggur til við bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar, Bolungarvíkurkaupstaðar og hreppsnefnd Súðavíkurhrepps að á árinu 2013 verði kostnaðarhlutdeild í barnavernd skipt þannig að mannfjöldatölur í desember 2012, ásamt fjárhagsáætlun Ísafjarðarbæjar fyrir málaflokkinn á árinu 2013, verði grundvöllur hlutfallslegrar ábyrgðar og skiptingar kostnaðar í barnavernd.  Sami háttur verði hafður á til framtíðar með breytilegum tölum eftir mannfjölda og fjárhagsáætlunum í málaflokknum.  Í lok hvers árs verði fjárhagsstaða í málaflokknum endurskoðuð með tilliti til hvort áætlunin hafi staðist, hvort hækkun sé eða lækkun á kostnaði og þá ábyrgð dreift í réttum hlutföllum við útkomu.  Nefndin telur eðlilegt að Ísafjarðarbær, Bolungarvíkurkaupstaður og Súðavíkurhreppur taki sameiginlega ábyrgð á málaflokknum, enda séu fulltrúar frá öllum sveitarfélögunum í nefndinni,  fulltrúar sem taka ákvarðanir og ábyrgð, án tillits til búsetu fólks á svæðinu.

 

   

 

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:00

Hafdís Gunnarsdóttir

Rósa Helga Ingólfsdóttir

Bryndís G Friðgeirsdóttir

Sædís María Jónatansdóttir

Þóra Hansdóttir

Margrét Geirsdóttir

Anna Valgerður Einarsdóttir

Er hægt að bæta efnið á síðunni?