Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 116. fundur - 31. mars 2011
Mætt voru: Rósa Ingólfsdóttir formaður, Hafdís Gunnarsdóttir og Bryndís Friðgeirsdóttir. Barði Ingibjartsson mætti ekki og enginn í hans stað. Fjóla Bjarnadóttir boðaði forföll en enginn mætti í hennar stað. Að auki sátu fundinn Anna Valgerður Einarsdóttir og Sædís María Jónatansdóttir starfsmenn Skóla- og fjölskylduskrifstofu.
Fundarritari: Sædís María Jónatansdóttir.
- Trúnaðarmál.
Tvö trúnaðarmál rædd og færð til bókar í trúnaðarmálabók barnaverndarnefndar.
- Sískráning í febrúar 2011.
Lagt fram til kynningar yfirlit yfir sískráningu barnaverndar í febrúar 2011. Í febrúar komu 9 tilkynningar til barnaverndarnefndar á norðanverðum Vestfjörðum.
- Ættleiðingar á Íslandi.
Lögð fram til kynningar nýútkomin skýrsla sem Innanríkisráðuneytið fól Rannsóknarstofnun Ármanns Snævarr um fjölskyldumálefni að gera um ættleiðingarlöggjöf hér á landi og framkvæmd hennar. Höfundur skýrslunnar er Hrefna Friðriksdóttir, dósent við lagadeild Háskóla Íslands.
- SDQ listar.
Lagt fram til kynningar bréf frá Barnaverndarstofu til starfsmanna barnaverndarnefnda um þá ákvörðun Barnaverndarstofu að hér eftir skuli sendir inn útfylltir SDQ listar (Spurningar um styrk og vanda), foreldra- og kennaraútgáfa, með umsóknum um meðferð á Stuðlum og í langtímameðferð. Ennfremur tilkynnt um að hætt er að biðja um ASEBA matslista með umsóknum.
- Önnur mál.
Engin önnur mál.
Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 11:15.
Rósa Ingólfsdóttir, formaður.
Hafdís Gunnarsdóttir. Bryndís Friðgeirsdóttir.
Anna Valgerður Einarsdóttir. Sædís María Jónatansdóttir.