Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 111. fundur - 27. maí 2010


Mættir voru: Kristjana Sigurðardóttir, formaður, Kristrún Hermannsdóttir og Bryndís Friðgeirsdóttir. Helgi Sigmundsson og Barði Ingibjartsson boðuðu forföll. Að auki sátu fundinn Margrét Geirsdóttir, forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu, Anna Valgerður Einarsdóttir, Róslaug Agnarsdóttir og Sædís María Jónatansdóttir, starfsmenn Skóla- og fjölskylduskrifstofu.



Fundarritari: Sædís María Jónatansdóttir.



 



1.      Trúnaðarmál.



Fimm trúnaðarmál rædd og færð til bókar í trúnaðarmálabók barnaverndarnefndar.



 



2.      Sískráning í apríl 2010.



Lagt fram til kynningar yfirlit yfir sískráningu barnaverndar í apríl 2010. Í apríl komu 14 tilkynningar til barnaverndarnefndar á norðanverðum Vestfjörðum.



 



3.      Fjölbreytileg úrræði í barnavernd. 2010-04-0044



Lagt fram bréf dags. 20. apríl s.l. frá Láru Björnsdóttur, formanni velferðarvaktarinnar, þar sem fjallað er um erfiðleika barnafjölskyldna í kjölfar efnahagshrunsins. Velferðarvaktin hvetur sveitarstjórnir og barnaverndarnefndir til að beita sér fyrir aukinni umræðu og fjölbreytilegum úrræðum til að mæta þörfum barna og barnafjölskyldna.



                                              



4.      Önnur mál.         



Frumvarp til laga.



Lagt fram til kynningar frumvarp til barnaverndarlaga frá nefndarsviði Alþingis. Óskað er eftir umsögn nefndarinnar um frumvarpið og skal hún berast nefndarsviði fyrir 4. júní n.k. Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum heldur fund miðvikudaginn 2. júní n.k. þar sem frumvarpið verður til umfjöllunar.



 



Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt.  Fundi slitið kl. 11:50.






Kristjana Sigurðardóttir, formaður


Kristrún Hermannsdóttir


Bryndís Friðgeirsdóttir


Margrét Geirsdóttir, forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu


Róslaug Agnarsdóttir


Anna Valgerður Einarsdóttir


Sædís María Jónatansdóttir



Er hægt að bæta efnið á síðunni?