Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum - 108. fundur - 10. desember 2009
Mættir voru: Kristjana Sigurðardóttir, formaður, Kristrún Hermannsdóttir, Ólafur Hallgrímsson og Bryndís Friðgeirsdóttir. Barði Ingibjartsson boðaði forföll sem og varamaður. Að auki sátu fundinn Margrét Geirsdóttir, forstöðumaður Skóla- og fjölskylduskrifstofu, Anna Valgerður Einarsdóttir og Guðný Steingrímsdóttir, starfsmenn Skóla- og fjölskylduskrifstofu. Margrét Geirsdóttir vék af fundi kl. 10:40.
Fundarritari: Guðný Steingrímsdóttir.
1. Trúnaðarmál.
Eitt trúnaðarmál rætt og fært til bókar í trúnaðarmálabók barnaverndarnefndar.
2. Fjárhagsáætlun. 2009-09-0021.
Rætt um fjárhagsáætlun 2010. Barnaverndarnefnd Ísafjarðarbæjar telur mikilvægt að halda stöðu félagsráðgjafa í ljósi vaxandi þunga í félags- og barnaverndarmálum.
3. Samtölur 2008. 2009-02-0091.
Lagðar fram til kynningar Samtölur 2008, sem sendar hafa verið Barnaverndarstofu. Samtölur eru einskonar ársskýrslur barnaverndarnefnda til Barnaverndarstofu. Í skýrslunni kemur fram að á árinu 2008 bárust barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum 186 tilkynningar um 117 börn. Flestar tilkynningar bárust frá lögreglunni eða 71 tilkynning. Flestar tilkynninganna voru um vanrækslu barna eða 87 tilkynningar.
4. Sískráning í október og nóvember 2009.
Lagt fram til kynningar yfirlit yfir sískráningu barnaverndar í október og nóvember 2009. Í október komu 9 tilkynningar til barnaverndarnefndar á norðanverðum Vestfjörðum og í nóvember komu 13 tilkynningar.
5. Menntasmiðja ? Menntaver.
Lagt fram bréf frá skólastjórnendum Grunnskólans á Ísafirði og grunnskólafulltrúa Ísafjarðarbæjar, þar sem óskað er eftir fjárstuðningi frá sveitarfélaginu til að koma á fót menntasmiðju/menntaveri í grunnskólanum. Grunnskólinn mun sjá um kennslu og aðbúnað varðandi úrræðið, en telur mikilvægt að félagsmálanefnd og barnaverndarnefnd hafi aðkomu að úrræðinu, þar sem um mikilvægt forvarnarstarf sé að ræða. Áætlaður kostnaður úrræðisins næstu sex mánuði er um 2,1 milljón króna.
Barnaverndarnefnd á norðanverðum Vestfjörðum telur mikilvægt að úrræðinu sé komið á, en telur að málefnið heyri undir fræðslusvið Ísafjarðarbæjar.
6. Ungt fólk á Íslandi.
Lagðar fram til kynningar niðurstöður rannsóknarinnar Ungt fólk 2009 í 5. til 10. bekk um æskulýðsrannsóknir meðal nemenda í grunn- og framhaldsskólum landsins.
7. Rannsókn á ofbeldi gegn konum.
Lögð fram til kynningar rannsókn sem gerð var á ofbeldi gegn konum. Rannsóknarsetur í barna- og fjölskylduvernd við Háskóla Íslands vann að rannsókninni fyrir félags- og tryggingarmálaráðuneytið árið 2009. Rannsóknin er liður í aðgerðaráætlun stjórnvalda gegn ofbeldi karla gegn konum.
Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 11:30.
Kristjana Sigurðardóttir, formaður
Kristrún Hermannsdóttir.
Ólafur Hallgrímsson.
Bryndís Friðgeirsdóttir.
Margrét Geirsdóttir.
Anna Valgerður Einarsdóttir.
Guðný Steingrímsdóttir.