Bæjarstjórn - 243. fundur - 2. maí 2008

 

Fjarverandi aðalfulltrúi:  Sigurður Pétursson í h. st. Rannveig Þorvaldsdóttir.

 


 Dagskrá:


I. Fundargerð(ir)  bæjarráðs 21/4. og 28/4.


II.          "                 atvinnumálanefndar 18/4.


III.         "                 barnaverndarnefndar 22/4.


IV.        "                 félagsmálanefndar 8/4. og 16/4. 


V.         "                 fræðslunefndar 22/4.


VI.        "                 íþrótta- og tómstundanefndar  23/4.


VII.        "                 umhverfisnefndar 23/4.


VIII. Ársreikningur bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar og stofnana


 hans fyrir árið 2007, síðari umræða.

 


I. Bæjarráð.


 Til máls tóku: Birna Lárusdóttir, forseti, Svanlaug Guðnadóttir, Arna Lára Jónsdóttir, Jóna Benediktsdóttir, Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Magnús Reynir Guðmundsson og Ingi Þór Ágústsson.

 


Fundargerðin 21/4.  570. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.


 


Fundargerðin 28/4. 571. fundur.


1. liður.  Tillaga meirihluta bæjarráðs samþykkt 9-0.


Magnús Reynir Guðmundsson lagði fram svohljóðandi bókun við 1. lið 571. fundar bæjarráðs.  ,,Bæjarfulltrúar Í-lista líta svo á, að ekki sé hægt að telja einn umsækjanda hæfastan úr hópi fjölmargra góðra manna, um starf umsjónarmanns eigna hjá Ísafjarðarbæ.  Við munum þó greiða atkvæði með ráðningu Jóhanns Bærings Gunnarssonar, þar sem hann hefur reynst góður starfsmaður Ísafjarðarbæjar í núverandi starfi sínu og ekki hefur verið ákveðið hvort endurráða skuli í það starf.?


Aðrir liðir lagðir fram til kynningar.

 


II. Atvinnumálanefnd.


 Til máls tóku: Birna Lárusdóttir, forseti, Magnús Reynir Guðmundsson, Jóna Benediktsdóttir, Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Gísli H. Halldórsson og Arna Lára Jónsdóttir.

 


Fundargerðin 18/4.  83. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


III. Barnaverndarnefnd.


Fundargerðin 22/4.  98. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


IV. Félagsmálanefnd.


 Til máls tóku: Arna Lára Jónsdóttir, Jóna Benediktsdóttir, Magnús Reynir Guðmundsson, Svanlaug Guðnadóttir, Gísli H. Halldórsson og Rannveig Þorvaldsdóttir.

 

Arna Lára Jónsdóttir lagði fram svohljóðandi bókun bæjarstjórnar við 2. lið 309. fundargerðar félagsmálanefndar.  ,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar tekur undir bókun félagsmálanefndar, þar sem hún mótmælir einhliða ákvörðun Heilbrigðisstofnunarinnar Ísafjarðarbæ, um sumarlokun á Tjörn á Þingeyri.  Bæjarstjórn telur það ekki ásættanlegt að íbúum í bæjarfélaginu sé gert að yfirgefa heimili sitt stóran hluta sumars, til að dvelja á Sjúkrahúsinu á Ísafirði.  Sumarlokunin mun að auki hafa það í för með sér að sú þjónusta, sem bæjarfélagið hefur samið við Heilbrigðisstofnunina um, að sinna að Tjörn, fellur niður og leita verður annarra leiða til að mæta þörfum þeirra íbúa, sem eftir verða á meðan sumarlokunin varir.?


Undirritað af Örnu Láru Jónsdóttur, Jónu Benediktsdóttur, Magnúsi Reyni Guðmundssyni, Rannveigu Þorvaldsdóttur, Birnu Lárusdóttur, forseta, Inga Þór Ágústssyni, Gísla H. Halldórssyni og Halldóri Halldórssyni, bæjarstjóra.

 


Fundargerðin 8/4.  308. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


Fundargerðin 16/4.  309. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


V. Fræðslunefnd.


 Til máls tóku: Rannveig Þorvaldsdóttir, Jóna Benediktsdóttir, Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, Arna Lára Jónsdóttir og Magnús Reynir Guðmundsson. 

 


Fundargerðin 22/4..  272. fundur.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


VI . Íþrótta- og tómstundanefnd.


 Til máls tóku:  Birna Lárusdóttir, forseti, Arna Lára Jónsdóttir, Rannveig Þorvaldsdóttir, Magnús Reynir Guðmundsson, Jóna Benediktsdóttir og Ingi Þór Ágústsson.

 

Birna Lárusdóttir, forseti, lagði fram svohljóðandi tillögu við 5. lið a við 91. fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar.  ,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir að Hafdís Gunnarsdóttir D-lista, taki sæti varamanns í íþrótta- og tómstundanefnd í stað Gróu G. Haraldsdóttur.?

 




Arna Lára Jónsdóttir lagði fram svohljóðandi tillögu Í-lista við 2. lið 91. fundargerðar íþrótta- og tómstundanefndar.  ,,Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkir að fela tæknideildinni að yfirfara alla leikvelli í sveitarfélaginu.  Borið hefur á því að leikvellir sveitarfélagsins hafa verið vanræktir um all langt skeið, þannig að enginn sómi er af þeim lengur.  Ástandið er þó einna verst á Eyrinni á Ísafirði, þar sem leikvöllurinn við Skipagötu er vart börnum bjóðandi.?  Undirritað af Örnu Láru Jónsdóttur, Jónu Benediktsdóttur, Magnúsi Reyni Guðmundssyni og Rannveigu Þorvaldsdóttur.


 


Fundargerðin 23/4.  91. fundur.


2. liður.  Tillaga Í-lista um leikvelli samþykkt 4-0.


5. liður.  Tillaga um setu Hafdísar Gunnarsdóttur, sem varamanns í íþrótta- og tómstundanefnd samþykkt 9-0.


Fundargerðin lögð fram til kynningar.

 


VII. Umhverfisnefnd.


 Til máls tóku: Jóna Benediktsdóttir, Svanlaug Guðnadóttir og Magnús Reynir Guðmundsson.

 


Fundargerðin 23/4.  287. fundur.


8. liður.  Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 9-0.


12. liður.  Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 9-0.


15. liður.  Tillaga umhverfisnefndar samþykkt 9-0.


Fundargerðin staðfest í heild sinni 9-0.

 


VIII. Ársreikningur bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar og stofnana hans fyrir árið 2007,


 síðari umræða.



 Til máls tóku: Birna Lárusdóttir, forseti, Halldór Halldórsson, bæjarstjóri og Magnús Reynir Guðmundsson.

 

Halldór Halldórsson, bæjarstjóri, gerði frekari grein fyrir ársreikningi bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar og stofnana hans fyrir árið 2007 við síðari umræðu og lagði fram svör við fyrirspurnum, er lagðar voru fram á 242. fundi bæjarstjórnar við fyrri umræðu.  Svör bæjarstjóra fylgdu útsendri dagskrá fundarins.

 

Að loknum síðari umræðum um ársreikning bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar og stofnana hans fyrir árið 2007, lagði Birna Lárusdóttir, forseti, til að ársreikningur bæjarsjóðs Ísafjarðarbæjar og stofnana hans fyrir árið 2007 yrði samþykktur.


Tillaga forseta samþykkt 9-0.





Fleira ekki gert, fundarbókun upp lesin og  undirrituð.  Fundi slitið kl. 20:07.





Þorleifur Pálsson, ritari.


Birna Lárusdóttir, forseti.


Gísli H. Halldórsson.


Ingi Þór Ágústsson.


Svanlaug Guðnadóttir.


Rannveig Þorvaldsdóttir.


Jóna Benediktsdóttir.


Arna Lára Jónsdóttir.      


Magnús Reynir Guðmundsson.


Halldór Halldórsson, bæjarstjóri.



Er hægt að bæta efnið á síðunni?